Ísland í hópi fimm hæstu

Í dag horfi ég á tölur dagsins, skoða hvernig landshlutarnir hafa komið út úr smitum, velti fyrir mér hlutfalli á gjörgæslu og horfi loks á stöðu Íslands miðað við önnur lönd.

Tölur dagsins

Bærilegur Covid dagur á Íslandi. Virkum smitum fækkaði um 4%, meðalfjöldi nýsmita undanfarna fjóra daga er tæplega 30, ÍE hefur ekki fundið nema fimm nýsmit í rúmlega fjögur þúsund prófum á sama tíma. Nú voru 70% nýsmita af fólki í sóttkví. Ekki hefur fjölgað innlögðum á spítala eða gjörgæslu. Neikvæðu fréttirnar eru að einn sjúklingur dó í nótt og smituðum fjölgar á Vestfjörðum.
Staðan 9.4
Mælaborðið er svipað og í gær. Þó eru virk smit á hraðari niðurleið en spár sérfræðinga gerðu ráð fyrir, sem eru góðar fréttir. Jafnframt hefur innlögnum á spítala fjölgað hægar en líkan þeirra reiknaði með.

Útbreiðsla eftir landshlutum

Undanfarna daga höfum við heyrt hvernig smit hefur breiðst hratt út á Vestfjörðum. Þetta eru vissulega alvarlegar fréttir fyrir sveitarfélögin sem þar eiga í hlut sem og auðvitað heilbrigðisyfirvöld á svæðinu. Á myndinni hér að neðan sýni ég hvernig smitum hefur fjölgað dag frá degi í einstökum landshlutum, allt frá 18. mars.

Hlutfall smitaðra eftir landshlutum 9.4.
Fyrstu dagana varð höfuðborgarsvæðið verst úti, en Suðurland (sérstaklega Vestmannaeyjar) og Norðurland vestra voru líka með útbreitt smit. Vestfirðir sluppu vel þar til í byrjun apríl, en við sjáum að á um tíu dögum hefur nærri 1% íbúa landshlutans sýkst. Þetta sýnir hvernig veiran getur stungið sér niður og við gætum séð einhverja slíka hegðun á einstaka stöðum, ef seinni bylgja veirunnar skellur á landinu síðar.

Ísland í topp fimm

Óhætt er að segja að Ísland hafi vakið talsverða athygli í alþjóðlegri umfjöllun um veiruna. Í dag er til dæmis grein um aðgerðir Íslendinga í New York Times. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því að hluti af athyglinni kemur vegna þess hve opinberar tölur sýna hátt hlutfall smitaðra á Íslandi.

Sýkingar á milljón íbúa
Á myndinni sýni ég þau 20 lönd þar sem smit eru tíðust á milljón íbúa. Ísland er í fimmta sæti í heiminum og Færeyingar í því sjöunda. En það vekur auðvitað athygli að sjö efstu löndin eru fámenn, öll með minna en milljón íbúa og sum aðeins með þúsundir. Efstu stóru löndin eru Spánn, Sviss og Ítalía. Eflaust hafa prófanir náð til hlutfallslega miklu stærri hóps á Íslandi en í mörgum stærri löndunum og það sama gildir eflaust um hin litlu ríkin líka. Þannig vitum við af fleiri smitum sem ekki eru jafnalvarleg en stóru ríkin. New York Times segir frá því að í NY borg séu miklu fleiri sem deyja heima undanfarna daga en í venjulegu ári. Þeir eru ekki með í Covid tölum og það á örugglega líka við um marga smitaða.

Í greininni í New York Times er meðal annars sagt frá því að Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, hafi verið gagnrýninn á stjórnvöld. Þar segir:

But on Wednesday [Frosti] said he had been made hopeful by the latest statistics. “The growth has certainly slowed and new cases are now becoming fewer every day,” he said. “So yes. It could have reached its peak.” He suggested that the government had taken his criticism to heart.

Þá vitum við hverjum þetta er að þakka.

Hve margir fara á gjörgæslu?

Heilbrigðisyfirvöld fylgjast vel með þeim sjúklingum sem eru alvarlega veikir. Þeir fara á gjörgæslu og sumir í öndunarvél. Þetta eru þeir sem krefjast mestrar umönnunar og dýrustu tækjanna. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þeirra.

Gjörgæsla af virkum

Á kortinu sést hlutfall þeirra sem eru á gjörgæslu af virkum smitum í Evrópu. Hlutfallið er frá 1 til 9%, með því minnsta á Íslandi. Ef hlutfallið væri 9% á Íslandi væru rúmlega 80 manns á gjörgæslu hér á landi. Það er ekki að ástæðulausu að heilbrigðisyfirvöld búa sig undir hið versta í þessum efnum.

Staðan annars staðar

Hraði veirunnar er enn mikill í Bandaríkjunum og Bretlandi, en enn mikill í Belgíu, Sviss og Þýskalandi. Bandaríkin fara fram úr Ítalíu í dauðsföllum á morgun og verða komnir yfir 20 þúsund annað kvöld (18 þúsund núna).

Fyrri greinar mínar um Covid-19:

Fyrri greinar mínar um Covid-19:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.