Bækur og sögur

Bækur eru mitt uppáhald og ég bæði les allmargar og skrifa um nokkrar. Það er hægt að finna þau skrif með því að ýta á BÓKMENNTIR hér að ofan.

Ég hef gefið út nokkrar bækur. Árið 1989 og 2009 (endurútgáfa) kom út bókin AHA! Ekki er allt sem sýnist eftir Martin Gardner í þýðingu minni.

Bókarkápa JZ

Árið 2006 komu út Æviminningar Jóhannesar Zoega, föður míns. Pabbi lést árið 2004 og ég gekk frá útgáfunni.

6383365127_8d20c5570c_b

Árið 2011 kom út smásagnasafn mitt Kattarglottið og fleiri sögur. Umsögn

Bókarkápa þjóðsögur

Árið 2014 komu út Íslenskar þjóðsögur sem við ritstýrðum saman, Jóhannes sonur minn og ég.

Hér er 21 stutt saga sem ég skrifaði.