Kattarglottið

Smásagnasafn Benedikts Jóhannessonar með 14 sögum. Morgunblaðið sagði um bókina:

„Einn snjallasti greina- og pistlahöfundur þjóðarinnar hefur nú hleypt skáldfáki sínum á skeið með fjórtán smásögum. Þessar sögur virðast flestar eiga það sameiginlegt að geysast langt frá veruleikanum sem höfundurinn hefur fjallað um í greinum sínum. Benedikt Jóhannesson gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn og fer um víðan völl í bókinni. Ein smásagan er reyndar skáldað samtal leikarans Brads Pitts við Jennifer nokkra Aniston og annað við Angelinu Jolie. Þetta mæta og fallega fólk hljómar ekki gáfulega í samtölunum, ekki frekar en stórbokkalegi stjórnmálamaðurinn sem slettir ærlega úr klaufunum og spilar rassinn úr buxunum í borginni sem aldrei sefur. Í öðrum sögum eru skil raunveruleika og ímyndunar óljós. Í einni þeirra nær Davíð blaðamaður draumaviðtalinu við Drottin almáttugan, aðalsmann vikunnar. Í annarri segir af úlfinum í skóginum sem „ætlaði að kveikja mikið bál í Fagrarjóðri, eld sem myndi nema við himin og dýrin hefðu aldrei séð annað eins“. Eftir bálið mikla var ekki hátt á úlfinum risið þótt ekki vantaði afsakanirnar: „Dýrin fengu það sem þau vildu. Nefndu mér eitt dýr sem ekki hlóð bálköstinn fyrir mig. Teldu upp eitt einasta dýr sem sagði að þetta væri óráð.¨ Ef til vill er þessi saga ekki ýkja langt frá veruleikanum þegar öllu er á botninn hvolft.“

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.