Ýmiss fróðleikur

Ég hef skrifað talsvert um ættingja og vini. Sumt eru minningar mínar og annað eitthvað sem ég hef grafið upp hér og þar.

Hér segi ég frá minningum um mömmu, Guðrúnu Benediktsdóttur, og hér af Ólöfu tvíburasystur hennar.

Guðrún Pétursdóttir, amma mín, var mér afar kær. Hún bjó heima hjá okkur á Laugarásveginum frá því að ég fæddist þangað til hún lá banaleguna, átta árum síðar.

Af því að mér þótti svo vænt um ömmu og systur hennar hef ég alltaf átt erfitt með að skilja tal fólks um hina hræðilegu Engeyjarætt, en amma var fædd í Engey. Um ættina er til heilmikil ættartölubók sem fá mátti á tombóluprís á bókamörkuðum til skamms tíma. Þúsundir Íslendinga eru af Engeyjarætt. Ég safnaði saman efni um forfeður ömmu í þessum tveimur pistlum hér og hér.

Reynir Zoega, föðurbróðir minn, var í miklu uppáhaldi hjá mér. Við töluðum oft saman og hann hefur oft komið við sögu í pistlum mínum. Hér er minningargrein um hann. Hér er frásögn af Steinunni, ömmu minni.