Æviminningar Jóhannesar Zoega

Æviminningar Jóhannesar Zoëga hitaveitustjóra komu út um miðjan desember 2006. Í bókinni rekur Jóhannes uppvaxtarár sín á Norðfirði og segir frá námsárunum á Akureyri og í Reykjavík. Hann segir frá ýmsum ævintýrum frá stríðsárunum í Þýskalandi, „njósnaferð” og verkbanni sem hann lenti í vegna ógætilegra ummæla um ráðamenn. Þegar loftárásir hófust náði hann oftar en einu sinni að bjarga húsi frá eyðileggingu með því að slökkva í logandi sprengju. Hann og félagi hans komust á ævintýralegan hátt til Danmerkur eftir stríðslok. Eftir stríð markaði hann spor í söguna með því að byggja upp
Hitaveituna sem arðbærasta fyrirtæki landsins.

Jóhannes sat fyrst í stjórn Verkfræð­ingafélags Íslands á árunum í kringum 1950. Hann var formaður félagsins frá 1976-78. Á þeim tíma var ráðist í endurútgáfu á Verkfræðingatalinu. Jóhannes var gerður að heiðursfélaga VFÍ árið 1997.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.