Þjóðsögur Jóns Árnasonar

„Þjóðsögurnar höfðu verið ófáanlegar í bókabúðum í næstum tíu ár. Og þá höfðu þær komið út í stórum doðröntum sem pössuðu illa á náttborðið. Okkur fannst hreinlega kominn tími til að gefa þetta út aftur. Við söfnuðum saman öllum aðalsögunum, 130 talsins, og létum prenta í fallegri bók (sem fer afar vel á náttborði)“, segir Jóhannes Benediktsson sem hefur í félagi við föður sinn, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóra útgáfunnar Heimur, búið þjóðsögur Jóns Árnasonar til prentunar í nýjum og aðgengilegum búningi.

Myndirnar eru kapítuli úf af fyrir sig. Halldór Pétursson var fyrirmynd okkar þar, en hann gaf tóninn á sínum tíma með teikningum í klassískum þjóðsagnastíl. Við leituðum víða og fundum loks Freydísi Kristjánsdóttur, sem nær svo sannarlega að fanga anda þjóðsagnanna. Hún hefur mjög fína tilfinningu fyrir íslenskum sérkennum, sem kemur meðal annars fram í klæðnaði fólks, útliti dýra og séríslensku landslaginu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.