AHA! Ekki er allt sem sýnist

Í huga sumra er stærðfræði óskiljanlegt torf sem þeir læra aðeins af illri nauðsyn og þá helst eins lítið af henni og frekast er kostur. Fleiri bera óttablandna virðingu fyrir greininni og telja að hún sé of erfið fyrir sinn skilning. Jafnvel þeir sem hafa gaman af stærðfræði og gengur vel að læra hana hafa ekki séð í skólum nema brot af því víða sviði sem nútíma stærðfræði spannar.

Flestir hafa hins vegar mjög gaman af því að brjóta heilann og fást við margvíslegar flækjur. Bókin sem nú birtist í íslenskri þýðingu sameinar það að vera skemmtileg og aðgengileg, jafnframt því sem hún kynnir lesendum margar greinar stærðfræðinnar. Gardner velur þá leið að setja fram stutta sögu, skreytta með einföldum myndum. Lesandinn hrífst með eins og hann sé að lesa skrítlu, en án þess að hann viti af því er hann byrjaður að velta fyrir sér vandamálum sem hafa orðið mestu spekingum tilefni frækilegra uppgötvana.

Þessi bók krefst engrar stærðfræðikunnáttu umfram grunnskólamenntun. Hún er ekki síst ætluð þeim sem hafa gaman af því að fást við þrautir. Margir hafa slegið um sig með sögum úr bókinni og kaflar úr henni hafa orðið tilefni líflegra umræðna við kaffiborð, í strætisvögnum og jafnvel á ölkrám.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.