Gjörgæsla

Enn á ný erum við minnt á hve alvarlegur sjúkdómur Covid-19 er. Í dag bárust fréttir af tveimur andlátum til viðbótar og nú í kvöld var sagt frá því að forsætisráðherra Bretlands væri kominn á gjörgæslu. Um miðjan mars grínaðist hann með átak til þess að búa til fleiri öndunarvélar og kallaði verkefnið „operation last gasp“ eða síðasta andardráttinn. En veiran er greinilega ekkert grín.

Tölur dagsins á Íslandi eru innan væntinga nema fjöldi á gjörgæslu, eins og oft hefur komið fram. Virkum smitum fjölgaði um 4% annan daginn í röð, en próf voru líka fleiri en nokkru sinni áður. Í gær sýndu tölur frá Sviss hve sjúkdómurinn herjar af meiri krafti eftir því sem fólk er eldra. Þess vegna er það ánægjuefni að meðalaldur smitaðra hefur farið jafnt og þétt minnkandi hér á landi frá miðjum mars. Á myndinni hér að neðan sést annars vegar meðalaldur allra smitaðra á Íslandi (bláa línan) og hins vegar meðalaldur þeirra sem smituðust þann daginn (brún lína). Flesta daga að undanförnu er brúni ferillinn undir þeim bláa, sem er gott því að þá er það að jafnaði yngra fólk sem er með staðfest smit og yngra fólk verður almennt ekki eins veikt og það eldra.

Meðalaldur smitaðra á Íslandi

Nú eru 37 á sjúkrahúsum og 11 á gjörgæslu. Mælaborðið sem ber fjöldann saman við spá sérfræðinga er með besta móti, en þó er rétt að benda á að heildarfjöldi smitaðra er nú 1.562 sem er tæplega 100 fleiri en líklegasta spá gerði ráð fyrir. Enn er fjöldinn þó innan við svartsýnisspá.

Staðan 5.4

Tölfræði erlendis

Tölur um smit og dauðsföll eru mjög mismunandi frá einu landi til annars. Á Spáni eru gefnar út tölur um alla látna á hverjum degi með upplýsingum um hve mörgum dauðsföllum var búist við (bláa línan) og hve mörg þau voru í raun og veru. Jafnframt eru sýndar myndir sem setja upplýsingarnar fram. Á myndinni hér að neðan sjást dauðsföll á hverjum degi frá 25. nóvember 2019 til 5. apríl 2020. Bláa svæðið umhverfis línuna sýnir óvissuna. Maður þarf ekki að vera sérfræðingur í faraldsfræði til þess að sjá að eitthvað nýtt kemur fram um miðjan mars. Jafnframt bendir myndin til þess að í apríl sé ástandið aftur að lagast.

Látnir á Spáni

Merkingar eru væntanlega Dauðsföll – Vænt – Raunveruleg. Fecha er dagsetning.

Þeir gefa líka upplýsingar í töflunni hér að neðan um dauðsföll frá 17. mars til 4. apríl:

Raunveruleg andlát Vænt andlát Viðbót Umfram %
Dánir alls 31.472 21.381 10.091 47,2
Karlar 16.533 10.719 5.814 54,2
Konur 14.009 10.233 3.776 36,9
Undir 65 3.340 2.946 394 13,4
Frá 65 til 74 4.327 2.957 1.370 46,3
Yfir 74 23.799 15.520 8.279 53,3

Taflan bendir til þess að alls hafi dáið rúmlega 10 þúsund fleiri þessa daga en búist var við. Samkvæmt opinberum tölum frá Spáni eru dauðföll af völdum Covid-19 á þessum tíma 11.500. Það er freistandi að geta sér þess til að um 1.500 af þeim sem dóu á þessum tíma úr Covid hefðu dáið hvort sem er af öðrum undirliggjandi kvillum. Það eru milli 10 og 15% þeirra sem raunverulega létust.

Taflan sýnir líka að fyrir fólk undir 65 ára aldri er viðbótarfjöldi dauðsfalla rúmlega 13%, en um 50% hjá þeim sem eldri eru.

Í Bandaríkjunum eru nú 10.700 dánir og allar líkur á því að þar verði fleiri dánir en í nokkru öðru landi í lok vikunnar.

Fyrri greinar mínar um Covid-19:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.