Þetta er allt að koma – nýtt líkan og fólki batnar

Margir velta því fyrir sér hve alvarlegur sjúkdómurinn er sem kórónuveiran veldur. Eins og áður fer ég ekki í læknisfræðina, en tölfræðin er uppörvandi fyrir Íslendinga. Hingað til hefur fólki batnað jafnhratt á Íslandi og það veiktist. Alvarlegu tíðindin eru að sífellt fjölgar á gjörgæslu.

Um Covid tölur dagsins er það helst að segja að þær eru í ágætu samræmi við þróun undanfarna daga, sem er bæði gott og vont. Það hefur hægt á staðfestum nýsmitum, þeim fjölgar um tæplega 10% á dag undanfarna daga en fjölgunin var yfir 20% vikuna þar á undan.

Sjúklingum á spítala fjölgar og eru nú orðnir 30, en það er enn innan við spá sérfræðinga. Á gjörgæslu eru aftur á móti komnir 10, þar af 7 í öndunarvél, sem er umfram spár.

Ný spá sérfræðinga

Í dag var birt ný spá sérfræðinga HÍ, Landlæknis og Landspítala um þróun veirunnar. Segja má að hún sé í ágætu samræmi við fyrri spá frá 25. mars um fjölda smitaðra alls og hve margir eru smitaðir á hverjum tíma. Aftur á móti er hún svartsýnni en áður varðandi innlögn á spítala og gjörgæslu. Ég kem aftur að því hér á eftir hvort svartsýnin er nóg.

Mynd 1 30.3
Um þessa fyrstu mynd má segja að meginniðurstaðan er sú sama og síðast, en aðeins bætt í svartsýnisspá. Myndin segir fyrir um hámarksálag í samfélaginu öllu vegna smita, það er:

fjöldi smitaðra = heildarfjöldi smitaðra- heildarfjöldi þeirra sem hefur batnað – heildarfjöldi látinna

Þróunin undanfarna daga vekur góðar vonir um að þessi spá sé nærri lagi. Hámarkið samkvæmt spánni er í næstu viku.

Næsta mynd segir til um fjölda smitaðra alls. Spáin hefur heldur hækkað, en það má túlka þannig að heldu fleiri smitist, en álagið dreifist á lengri tíma. Fjöldinn er kominn niður í 100 í lok apríl.

Mynd 2 30.3.

Sjúkrahúsvist

Eins og oft hefur komið fram er aldursdreifing smitaðra enn sem komið hagstæð, það er tiltölulega fáir aldraðir hafa smitast. Þeim er hættara við að leggjast inn á spítala eins og myndin hér á eftir sem byggir á greiningu Imperial College.

Mynd 3 30.3.
Myndin sýnir að líkur á sjúkrahúsvist eykst eftir aldri þess sýkta, ef fólk leggst inn þá eru líkur á gjörgæslu mjög háar, einkum yfir áttrætt og í þriðja lagi er dánartíðni þeirra sem sýkjast nærri 10% í elsta aldurshópnum, meðan hún er miklu minni fram undir sjötugt. Þess vega verður það ekki brýnt nóg fyrir öllum að halda öldruðum frá veirunni. Fimm einstaklingar eru nú greindir með covid-sýkingu á Landakoti á sömu deildinni. Þetta eru mjög alvarlegar fréttir.

Mynd 4 30.3Spáin um innlögn á sjúkrahús hefur hækkað úr 100 í 120 og sambærileg hækkun á svarsýnisspá. Innlögnum hefur fjölgað talsvert að undanförnu og nú liggja 30 manns á Landspítalanum.
Mynd 5 30.3
Lítil breyting er á spánni um flesta á sjúkrahúsum.

Sem fyrr segir er helsta breytingin á spánni um fjölda á gjörgæslu. Þar er nú spáð að alls verði þar 25 manns sem er yfir svartsýnisspánni frá 25. mars. Nýja svartsýnisspáin er um 44 á gjörgæslu í allt. Nú þegar hafa 15 farið á gjörgæslu, einn þeirra látist en fjórir verið teknir úr henni.

Mynd 6 30.3
Næsta mynd sýnir þróunina í spám um hámarksálag í gjörgæslu. Nú er líklegasta talan sögð vera 10, en það eru einmitt 10 inni á gjörgæslu núna. Svartsýnisspá er 18. Enn sem fyrr er þessi hluti líkansins viðkvæmastur.

mynd 7 30.3
Höfundar líkansins eru vel meðvitaðir um þetta og birta nú aðra spá, gerða með hermilíkani. Þar er líklegasta hámarksálag talið verða 15 og svartsýnisspá sýnir 26 um miðjan apríl. Hermilíkön þykja ekki jafn glæsileg stærðfræðilega, en hafa sýnt sig að skila góðum árangri í flóknum ferlum þar sem beita þarf hyggjuviti í viðbót við stærðfræðina.

Ég lýk þessari umfjöllun um líkanið með því að birta mælistöðu á hvernig líkanið stenst miðað við nýjustu tölur (og nýjasta líkan). Tölurnar sýna raunverulega stöðu, en vísirinn sýnir hvernig raunveruleikinn rímar við spá. Þannig eru virk smit nú 929 en spáin var um 960 smit.

Á myndinni er jákvætt ef vísirinn hallast til vinstri, en sem fyrr er mælirinn sem sýnir fjölda á gjörgæslu ekki með góða niðurstöðu.

Staðan 29.3.

Batnar fólki?

Ég lýk yfirferðinni í dag með því að sýna á einni mynd hvernig fjöldi þeirra sem hefur batnað er í samanburði við fjölda þeirra sem hafa smitast. Myndin sýnir að eftir 15 daga bið er ferli þeirra sem batnar í nær fullkomnu samræmi við fjölda þeirra sem smituðust.

Mynd 8 30.3

Það eru góðar fréttir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.