Smit og sóttkví nær tvöfaldast á fjórum dögum – staðan eftir landshlutum

Á síðunni covid.is birtist ýmiss konar fróðleikur um veiruna skæðu og útbreiðslu hennar. Meðal þeirra gagna sem þar koma fram er hve margir hafa smitast (staðfest smit) í hverjum landshluta og hve margir eru í sóttkví.

Með því að skoða samband þessa má gera sér mynd af því hvernig veiran breiðist út á landinu. Fyrri myndin hér að neðan sýnir hvernig staðan var þann 18. mars. Á lárétta ásnum (x-ásnum) sést hlutfall íbúa svæðisins í sóttkví, en á þeim lóðrétta (y-ásnum) hlutfall smitaðra.

Þá eru hlutfallslega flestir smitaðir á höfuðborgarsvæðinu, en hlutfallslega flestir í sóttkví á Norðurlandi vestra. Þá þegar var kominn upp grunur um víðtækt smit.
Athygli vekur að á þessari mynd eru það aðeins höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Norðurland vestra þar sem tilvik skera sig úr.
Staðan 19.3.20
Aðeins fjórum dögum seinna hefur myndin breyst mikið.

Vegna grunsemda um víðtækt smit í Húnaþingi vestra var ákveðið að grípa þar til hertra sóttvarnaaðgerða. Frá laugardagskvöldi 21. mars, voru allir íbúar sveitarfélagsins látnir sæta svonefndri úrvinnslusóttkví.

Í Vestmannaeyjum hefur líka komið upp víðtækt smit. Í gærkvöldi voru smit þar orðin 30 talsins í Eyjum. Fjöldi einstaklinga í sóttkví þar var þá 475 manns.

Þetta hefur áhrif á niðurstöðurnar sem sýndar eru á seinni myndinni hér að neðan, sem byggðar eru á tölum sem birtar voru á síðunni covid.is klukkan 13 í dag (23. mars).  Staðfestum smitum hefur fjölgað mikið eða úr 330 í 588 á fjórum dögum. Þetta er nær tvöföldun. Í stað þess að 1% þjóðarinnar sé í sóttkví eru það nú 2%.

Á Suðurnesjum hefur staðfestum smitum fjölgað svo að hlutfallið þar sker sig úr af þeim svæðum sem virtust hafa sloppið vel á myndinni hér að framan. En staðan hefur versnað mest á Suðurlandi og Norðurlandi vestra.

Rétt er að benda á að í gær voru aðeins 183 sýni tekin og hafa ekki verið færri í 10 daga. Þetta skekkir væntanlega niðurstöður eitthvað. Jákvæðu fréttirnar eru hlutfall smitaðra var 11,5% af sýnum, en var hærra næsta fjóra daga á undan. Ástæðan fyrir færri sýnum er sú að það vantar próf (pinna) á landinu (og reyndar víða um heim).

Staðan 23.3.20
Í fyrri pistli benti ég á að smit eru þegar orðin fleiri en fyrstu spár sérfræðinga gerðu ráð fyrir. Nú hefur verið gefin út ný og mun svartsýnni spá á covid.hi.is.

Í athugasemd við FB-færslu mína frá því í gær segir Gunnar Stefánsson tölfræðingur: „Þetta er erfitt að meta allt saman.

Tímatöfin er þess eðlis að við sjáum ekki hvað er að gerast fyrr en a.m.k. viku eftir að það hefur gerst. Mælingar deCODE eru sennilega næstar því sem er að gerast í raun svo aukningin sem sést þar í smiti á eftir að koma fram í sýkingum og innlögnum.

Svo erum við bara búin að vera viku heima hjá okkur að smita hvert annað. Núna eiga að vera að koma fram sýkingar hjá þeim sem fóru nýsmitaðir inn, en við eigum eftir að fá aukninguna sem tilsvarar smiti innan þeirra heimila.

Við skulum gefa þessu alveg lágmark viku í áframhaldandi stöðugri aukningu nýsmita.

Ef lokunin virkar á annað borð þá kemur það kannski í ljós eftir viku. Kannski tvær.“

Ég tek undir að sveiflurnar sem eru frá degi til dags og það að mælingarnar eru ekki gerðar með sama hætti alla daga gerir það að verkum að það er mjög erfitt að gera áreiðanlegt líkan, því tölfræðin byggir á því að tölur frá degi til dags séu sambærilegar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.