Fleiri smitaðir en spár gerðu ráð fyrir

Fimmtudaginn 19. mars var kynnt spá um heildarfjölda smita á Íslandi samkvæmt spálíkani sem vísindamenn frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis, og Landspítala unnu.
Samkvæmt líkaninu var búist við því að fyrir lok maí 2020 hafi líklega um 1.000 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð rúmlega 2.000 manns skv. svartsýnustu spá.
Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega um 600 manns, en gæti náð 1200 manns skv. svartsýnustu spá.
Með greininni birtist meðal annars þessi mynd um fjölda smitaðra. Samkvæmt líklegustu spá fór hámarksfjöldi smitaðra í rúmlega 600 snemma í apríl. Svartsýnasta spáin samkvæmt líkaninu sýnir rúmlega 1.200 smitaða í annarri viku apríl.

Virk smit spá 19.3.

Líkanið sýnir fleiri þætti, sér í lagi spá um fjölda þeirra sem verða alvarlega veikir, sem er auðvitað það sem skiptir mestu máli, bæði vegna álags á sjúkrahúsin og vegna sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra.
Ég hef farið yfir niðurstöðurnar um fjöldann og því miður er ljóst að líklegasta spá um fjölda smitaðra mun ekki standast. Því miður hef ég ekki næg gögn til þess að gera trúverðuga spá á þessu stigi málsins, en ástandið verður verra en spáin sem talin var líklegust fyrir þremur dögum.
Í greinargerðinni birtist líka þessi mynd um uppsafnað smit:

Uppsafnað smit

Inn á myndina hef ég teiknað þrjá punkta sem sýna staðfest smit síðustu þrjá daga. Ferillinn hefur tekið á rás upp fyrir svartsýnisspána. Þess ber að geta að sóttvarnarlæknir sagði frá því í fjölmiðlum í dag að hann miðaði við svartsýna spá sem gerir ráð fyrir 1.200 smitum þegar tekið hefur verið tillit til þeirra sem læknast.
Í líkaninu er gert ráð fyrir því að smitaðir læknist eftir þrjár vikur og nú þegar hafa rúmlega 30 sem áður reyndust smitaðir reynst lausir við veiruna. Engu að síður er ljóst að nú þegar er komið fast að því sem líkanið kallaði líklegustu spá um fjölda smitaðra. Hún er því orðin mjög ólíkleg og illu heilli er ferillinn farinn að nálgast þann svartsýna og jafnvel fara yfir hann.
Auk þessa er ljóst að vegna skorts á prófum hefur dregið mjög úr prófunum ÍE sem hefur fundið alls um 10% þeirra sem eru smitaðir, en síðustu tvo daga hafa þær prófanir aðeins verið um rúmlega hundrað alls, en voru áður yfir 900 á dag að meðaltali.
Með áðurnefndu líkani birtist líka spá um aldursdreifingu smitaðra þegar 600 smitum yrði náð í byrjun apríl. Hún er birt hér að neðan með raunverulegri aldursdreifingu staðfestra smita á miðnætti aðfaranótt 22.3. Myndin sýnir að aldursdreifingin passar mjög vel, en því miður er fjöldinn orðinn nærri sá sami og hann átti að verða eftir hálfan mánuð.

Aldursdreifing
Niðurstaðan er því sú að enn er mikil óvissa um hvernig veiran mun hegða sér á næstunni og útlit er fyrir að smit verði mun fleiri en líklegasta spá sagði fyrir þremur dögum. Á næstu dögum kemur í ljós hvaða áhrif aðgerðir til varnar hafa haft og hvort tekist hefur að rjúfa smitleiðir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.