Hrunið: Svoleiðis var það

Þann 1. september árið 2003 barst Morgunblaðinu yfirlýsing frá Björgólfi Guðmundssyni. Blöðin voru dugleg að birta alls kyns yfirlýsingar frá hinum nýju athafnamönnum sem ætluðu að innleiða ný vinnubrögð. Og gerðu það með alkunnum árangri.

Árið 2008 skrifaði ég fjölmargar greinar í aðdraganda hrunsins, í því miðju og mánuðina á eftir. Næstu vikur ætla ég að birta eina grein frá þessu ári á dag. Sé til hversu lengi.


Þann 1. september árið 2003 barst Morgunblaðinu yfirlýsing frá Björgólfi Guðmundssyni:

„Það sem fyrir okkur vakir með kaupum á hlutabréfum í Straumi er að hleypa lífi aftur í verðbréfamarkaðinn hér á landi, rjúfa stöðnun sem verið hefur og láta fjárfestingar á markaði ráðast af von um hagkvæman rekstur og hámarks ávöxtun,“

segir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Hann telur að stór hluti fjárfestinga hér á landi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri. …

Markmið okkar er að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra. Þetta viljum við gera í góðri samvinnu við aðra eigendur Straums. Við hins vegar, eins og aðrir aðilar á markaði, verðum ávallt að halda opnum þeim leiðum sem markaðurinn býður upp á til að ná fram markmiðum um virðisauka og arðsemi.“

Í byrjun nóvember 2003 hélt Samfylkingin landsfund. Morgunblaðið birti tvær fréttir um fundinn. Í annarri sagði:

„Við litum svo á að það hefði fallið í okkar skaut, eins og við höfum kraft til, að framkalla þær umbreytingar, sem nú ganga yfir hér á landi.

Án okkar hefði þessum umskiptum kannski eitthvað seinkað og orðið með öðrum hætti en þau hefðu engu að síður gengið yfir íslenskt atvinnulíf fyrr eða síðar,“ sagði Björgólfur.

Í hinni kom fram: „Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, lýsti hvað honum hafi fundist vera að Eimskipafélaginu í málstofu á landsfundi Samfylkingarinnar á sunnudaginn: „Það var alltaf stórt en hafði aldrei frumkvæði að nokkrum hlut og þegar einhver kom og ætlaði að vera með frumkvæði, þá drap það það niður. Svoleiðis var það,“ sagði Björgólfur á fundinum. …Við sama tilefni sagðist Björgólfur hafa verið að skoða rekstrartölur Samskipa og Eimskips og hafa séð að Samskip hafi komið sínum rekstri þannig við að 40-50% af tekjunum komi erlendis frá. Eimskipafélagið hafi nánast allar sínar tekjur ennþá frá 280 þúsund Íslendingum.

„Það þarf að breyta hugsunargangi og menn þurfa að vera djarfari,“ sagði Björgólfur.


Þessi grein birtist í 21. tbl. Vísbendingar, 13. júní 2008, 115 dögum fyrir Hrun. Mynd Halldórs birtist í 24 stundum þann 14. júní. Myndir Halldórs eru birtar með hans leyfi.

Fyrri greinar í þessum flokki:

HRUNIÐ: FYRIR HVERN ERU GREININGARDEILDIR BANKANNA?

HRUNIÐ: MOODY BLÚS

HRUNIÐ: UPP RÚLLUSTIGANN

HRUNIÐ: TÍÐINDALAUST Á VESTURVÍGSTÖÐVUNUM

HRUNIÐ: BER RÍKIÐ ÁBYRGÐ Á BÖNKUNUM?

HRUNIÐ: Æ, SAGÐI ÉG ÖRUGGT?

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.