Hrunið: Æ, sagði ég öruggt?

Íslenskir fjölmiðlar þóttu flestir taka á „víkingunum“ með silkihönskum. Ritstjóri eins viðskiptablaðsins var meira að segja í gríni kallaður blaðafulltrúi Landsbankans. Í greininni sem nú birtist fjalla ég um trúverðugleikann.

Árið 2008 skrifaði ég fjölmargar greinar í aðdraganda hrunsins, í því miðju og mánuðina á eftir. Næstu vikur ætla ég að birta eina grein frá þessu ári á dag. Sé til hversu lengi.


Greiningarfyrirtækið Moody‘s á líklega enga eign stærri en trúverðugleikann. Þeir sem nýta greiningar fyrirtækisins gera það í þeirri trú að vinnubrögð séu vönduð í hvívetna. Menn ættu að geta treyst því að fyrirtækið meti alltaf fyrirtæki eða skuldabréf með sama hætti án tillits til þess hver á í hlut. Þetta hefur ekki verið svo. Matsfyrirtækin eru hvorki alvitur né eru þau alltaf sjálfum sér samkvæm. Moody‘s komst að því fyrir rúmu ári síðan að fyrirtækið hafði ofmetið einkunnir á nokkrum evrópskum skuldabréfum. Í stað þess að lækka matið ákvað fyrirtækið að þegja yfir villunni í rúmt ár.

Sagt er að það sé mannlegt að skjátlast og enn mannlegra að reyna að fela mistökin.

Matsfyrirtæki hafa gert mörg mistök undanfarin ár. Moody‘s gaf öllum íslensku bönkunum hæstu einkunn í fyrra vegna þess að þeir væru með óbeina ríkisábyrgð. Nokkrum vikum seinna lækkaði fyrirtækið matið aftur þegar hlegið var að því um heim allan. Bandarísku húsbréfavöndlarnir voru taldir afar öryggir. Enginn virtist velta því fyrir sér að rusl verður áfram rusl þó að því sé vöndlað saman.

Nýlegt dæmi sýnir hve trúverðugleiki skiptir miklu máli. Endurskoðunarfyrirtækið Arthur Andersen rúllaði á hausinn á örfáum dögum vegna þess að ekkert stórfyrirtæki vildi skipta við endurskoðendurna sem höfðu skrifað upp á reikninga Enrons og settu svo óþægileg fylgiskjöl í tætarann. Þó voru margir bestu endurskoðendur heims starfsmenn þar, menn sem máttu ekki vamm sitt vita. Örfá skemmd epli (menn sem vildu fyrst og fremst uppfylla kröfur yfirmanna Enrons) eyðilögðu allt fyrirtækið. Ekki er gott að segja hverjar afleiðingarnar verða fyrir Moody‘s eða önnur matsfyrirtæki en atburðir undanfarinna daga kalla á nýjar aðferðir.

Hérlendis er návígi mikið og oft kvartað undan því að umhverfið sé óvægið. Í raun hefur þó líklega verið tekið á fyrirtækjum með silkihönskum. Óþægilegum staðreyndum er sópað undir teppið og gagnrýnin umræða er tekin sem móðgun. Fjölmiðlar þurfa trúverðugleika, rétt eins og endurskoðendur og matfyrirtæki.


Þessi grein birtist í 18. tbl. Vísbendingar, 23. maí 2008, 136 dögum fyrir Hrun. Mynd Halldórs birtist í 24 stundum þann 22. maí. Myndir Halldórs eru birtar með hans leyfi.

Fyrri greinar í þessum flokki:

HRUNIÐ: FYRIR HVERN ERU GREININGARDEILDIR BANKANNA?

HRUNIÐ: MOODY BLÚS

HRUNIÐ: UPP RÚLLUSTIGANN

HRUNIÐ: TÍÐINDALAUST Á VESTURVÍGSTÖÐVUNUM

HRUNIÐ: BER RÍKIÐ ÁBYRGÐ Á BÖNKUNUM?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.