Fíllinn og þöggunin

Fyrir skömmu birtust tölur um að samkeppnishæfni Íslands hefði dalað, úr 20. í 24. sæti samkvæmt IMD, svissneskri hugveitu. Íslendingar eru miklu neðar en nágrannar okkar á Norðurlöndum, sem við teljum líkust okkur að samfélagsgerð.

Viðskiptaráð vakti athygli á þessari niðurstöðu með fróðlegri kynningu. Í henni kemur til dæmis fram að hætta á flutningi til útlanda sé ógn við hagkerfið, en Íslendingar eru með þeim líklegustu til þess að flytja, en voru einna ólíklegastir fyrir hrun. Í fljótu bragði virðist það ríma illa við þá staðhæfingu að Ísland sé hálaunaland. Ef fólk flýr, þrátt fyrir hærri laun, sýnir það mikinn undirliggjandi vanda.

Þegar spurt er hvort stefna Seðlabankans hafi jákvæð áhrif á hagkerfið er Ísland í 61. sæti að 63. Þó að það standi ekki í úttektinni er væntanlega átt við vaxtastefnu bankans, en vextir eru hærri hér á landi en í flestum samkeppnislöndum. Í því sambandi er rétt að minna á að í yfirlýsingum Peningastefnunefndar bankans eftir Alþingiskosningar hefur komið fram að stefnan í ríkisfjármálum og minna aðhald en hjá fyrri ríkisstjórn haldi vöxtum uppi.

Á öðrum sviðum er ástandið miklu betra. Fjármögnun lífeyriskerfisins er með því besta sem þekkist. Svo eigum við líka nóg vatn!

Í kynningu Viðskiptaráðsins kemur fram að hátt gengi krónunnar sé vandamál fyrir útflutningsgreinar, sem satt er. Því skýtur skökku við að tillaga ráðsins er sú að „losa um innflæðishöft strax“. Þessi innflæðishöft felast í því að útlendingar sem vilja nýta sér háa íslenska vexti verða að leggja 40% inn á vaxtalausan reikning. Fyrir hrun nýttu útlendingar sér hærri vexti hér en erlendis með þeim afleiðingum að gengi krónunnar hækkaði með skaðvænlegum hætti og eftir hrun sátu Íslendingar (og útlendu spákaupmennirnir) eftir með sárt ennið.

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor varar við afnámi þessarar varúðarreglu: „Ef þetta er gert má búast við að fjárfestar reyni að hagnast á vaxtamun með því að kaupa krónur og fjárfesta í innlendum skuldabréfum. Gengi krónunnar mun þá styrkjast og afkoma ferðaþjónustu versna.“ Ráðið nefnir hvergi háa vexti á Íslandi, sem hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Hvergi er vikið að því orði að gjaldmiðillinn sjálfur sé vandamál, þó það blasi við.

Það er vont að fyrirtæki og fólk flýi úr landi. Það er vont að vextir á Íslandi séu miklu hærri en í nágrannalöndunum. Nýlega birtist frétt um að í Svíþjóð séu (óverðtryggðir) vextir á húsnæðislánum 1,7% á sama tíma og þeir eru 5,5 til 6,2% hér. Það er vont þegar gengi krónunnar sveiflast, fyrirtækjum og almenningi til skaða. Og það er mjög vont þegar samtök sem eiga að standa vaktina fyrir heilbrigt efnahagslíf þora ekki að tala um fílinn í stofunni, íslensku krónuna.

Birtist í Morgunblaðinu 22. júní 2018.

One comment

  1. hvað skildi vextir verða ef vöxtunum er deift á allar rafkrónurnar ætli það verði ekki næri 1.5.% skilst að rafkrónur séu um 7. falt peníngamagn í umferð og fór hæðst í um 10.falt ef ég mann rétt. eru þessi vextir til þess að gera fátækt fólk en fátækari til að gera 1%. þjóðarinnar en ríkara þó maður efast um að þettað 1% . eigi nokkuð skapaðan hlut þegar það wer gert upp

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.