Skálkar í skattaskjóli

Leikrit í tveimur þáttum.
  1. þáttur

Fjölmenni á Bessastöðum. Lotlegur maður stendur frammi fyrir hópi af blaðamönnum.

ÓRG: Ég þakka ykkur fyrir að hafa komið hingað til þess að heyra að ég hef ákveðið að hætta við að bjóða mig ekki fram aftur?

Blaðamaður: Til hvaða embættis?

ÓRG: Það er mikil óvissa í samfélaginu. Forsætisráðherrann er nýhættur og annar tekinn við, ég er varla viss um hver er forsætisráðherra núna. Stjórnarskráin nýja frá 1944 er enn algerlega óljóst plagg, menn vita ekki einu sinni hvað það voru margir sem komu á Austurvöll til þess að krefjast þess að ég héldi áfram.

Blm: Komu einhverjir þangað til þess að krefjast þess?

ÓRG: Þetta sannar orð mín um óvissuna.

Blm: En ef þú tapar?

ÓRG: No, no, no, no, no! That‘s not going to be the case.

Blm: Hvað með yfirlýsinguna á nýjársdag?

ÓRG: Síðan hefur verið tími umróts, nýrra kosninga og svo fjöldaaðgerða sem hefðu lagt grunninn að tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum í Icesave-málununum.

Blm: En Icesave var á síðasta kjörtímabili. Losnum við aldrei við það?

ÓRG: Icesave I, Icesave II, Icesave III, ég gæti haldið lengi áfram.

Blm: Sem forseti þá?

ÓRG: Ekki hætti Silvester Stallone eftir Rocky III.

Blm: En ef þjóðin kysi einhvern annan?

ÓRG: Annan? Ha, ha, ha. Annan? Meinarðu Kofi Anna? Ha, ha, ha. Kanntu annan?

Þurrkar tárin af kinninni þegar hann hefur jafnað sig á gríninu.

ÓRG: Ha, ha, ha. Þá myndi ég ganga glaður til móts við frelsið. But that‘s not going to be the case.

Blm: En vildi nokkur í alvöru að þú héldir áfram?

ÓRG: Öldur mótmæla risu og ástandið er enn viðkvæmt. Fjöldi fólks bað mig um endurskoða ákvörðun sína um að bjóða mig ekki fram aftur. Guðni vísaði þá iðulega til þeirra atburða sem gerðust nýverið í tengslum við afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.  Ekki væri hægt að horfa framhjá því að sambúð þings og þjóðar er þrungin spennu.

Blm: En …

ÓRG: Einhvers staðar verður að vera reynsla og það verður að vera kjölfesta. Hvað gerði þjóðin ef hún hefði ekki öryggisventilinn?

Blm: Hvað um eignir Dorritar í tengslum við auðlegðarskattinn?

ÓRG: Allar tekjur og eignir Dorritar eru erlendis og eru, eins og ber að gera, skattlagðar þar.

Blm: Hvar býr hún?

ÓRG: Þar sem peningar yðar eru, þar eru og hjörtu yðar.

   2. þáttur

Aldraður maður stendur hjá glæsilegri konu sinni.

ÓRG: Átt þú nokkuð í skattaskjóli?

D: Ég spurja mömmu mína (87 years old) og hún manur ekkert.

ÓRG: En ég verð að vera viss. Ég man ekki hvort við töldum nokkurn tíma fram saman.

D: Ég spurja maðurinn mína (73 years old) og hann manur ekkert.

ÓRG: Reyndu samt að muna. Tortóla, Sviss, Kýpur, Panama, hringir eitthvað af þessu bjöllum?

D: All my posessions are heavily mortaged. I wish I had some posessions.

ÓRG: Ég hringi þá í Örnólf og segi honum að við eigum ekkert í skattaskjóli. (Muldrar í farsíma)

ÓRG: Heyrðu. CNN er í símanum.

CNN: Do you have any offshore accounts? Does your wife have any offshore accounts? Is there anything that’s going to be discovered about you and your family?”

ÓRG: No, no, no, no, no. That’s not going to be the case. (Skellir á).

Dyrabjalla hringir og ÓRG sönglar á leiðinni fram: „No, no, no, no,no, no, no, no. That‘s not going to be the case.“ Úti stendur herskari blaðamanna.

ÓRG: Komið inn, welcome, wilkommen!

Blm 1: What do you think of so-called tax havens?

ÓRG: No, no, no, no, no, no, …. I have always been very critical of tax-driven offshore structures and for decades advocated a fair and balanced tax system.

Blm 1: Have you heard about the company Wintris?

ÓRG: Ég, ef ég man rétt þá var það í eigu fyrirtækis þar sem ég var í stjórn, … Nei, nei, nei, nei, nei. Þið platið mig ekki eins og Sigmund Davíð.

Blm 2: Hvað með Lasca ltd?

ÓRG: Ég spurði tengdamömmu (87 ára) um það og hún man ekkert. Hún spurði meira að segja þegar ég hringdi: Who are you?

Blm 1: What about Jaywick Properties Inc. and the Moussaieff Sharon Trust? What about Elyakeen Limited, the Moussaieff Life Interest Trust and Easton Investments Inc.?

ÓRG: Ms. Moussaieff and I have always and continue to conduct our financial affairs entirely separately from each other and neither have knowledge of the other’s financial circumstances. Ms. Moussaieff’s private financial affairs are conducted in compliance with all relevant tax and legal regimes. Any insinuation to the contrary would be defamatory.

Blm 1: But you previously said that she paid all her taxes?

ÓRG: There is no public interest in the disclosure of private financial information.

Blm 2: Hvað meinarðu. Þið Örnólfur hafið margsagt að hún borgi alla sína skatta erlendis, til dæmis þegar ég spurði þig um auðlegðarskattinn.

ÓRG: Það sem ég sagði orðrétt var: „Forseta er ekki kunnugt um fjárhag Dorritar og veit því ekki hvers vegna hún borgar ekki auðlegðarskatt á Íslandi.“

Blm 1: But where does Dorrit live?

ÓRG: Gekk hún yfir sjó og land og hitti þar einn gamlan mann sem sagði svo og spurði svo: Hvar áttu heima? Ég á heima á Íslandi / Englandi (non-domiciled for UK tax purposes) / Ísrael / Aflandinu góða / En alls ekki í Skattlandinu vonda.

Blm 2: En þú sagðir Ólafur að konan þín ætti ekkert í skattaskjóli.

ÓRG: Nei, nei, nei, nei, nei. Ég sagði að hún væri ekki í skálkaskjóli. Hitt gat ég (bráðum 73 ára) ekkert vitað um. Enda varðar engan um það, hvorki mig né almenning.

Blm 2: Hefur þetta áhrif á ákvörðun þína um að bjóða þig fram til forseta?

ÓRG: Hvaða ákvörðun? Það stóð aldrei til. Þegar ég hélt fundinn um daginn sagðist ég ætla að bjóða mig fram aftur, en blaðamenn sneru öllu á haus og sögðu að ég ætlaði að bjóða mig aftur fram, sem er auðvitað ekki það sama.

Blm 2: Juuú, víst!

ÓRG: Þetta hef ég aldrei sagt. Það var allt annar Óli sem lýsti þessu yfir. Ég get sannað það. Nú geng ég glaður á móts við frelsið.

ENDIR

Þetta leikrit er uppspuni frá rótum. Nöfn, persónur, söguþráður, skattframtöl, staðir, atburðir, ráðgjafar, endurskoðendur og blaðamenn eru ímyndun höfundar. Öll líkindi með alvöru fólki eru svo ósennileg að það er útilokað að slíkt fólk hafi verið til, nema þá fyrir tilviljun.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.