100 bestu bækurnar – annar áfangi

Í vor sagði ég á FB frá því markmiði mínu að lesa 100 bestu/merkustu klassískar skáldsögur frá 1700-2000. Ég einbeiti mér að erlendum bókum, en þó ekki eftir nýjustu höfunda. Ástæðan er sú að það tekur tíma að bækur verði klassískar. Ég fékk fádæma góðar undirtektir þegar ég óskaði eftir ráðleggingum vina á FB við að velja bækur.

Í kjölfarið skrifaði ég pistil þar sem ég sagði frá tillögunum og þeim bókum sem ég valdi. Listinn er auðvitað í stöðugri þróun og ég er reyndar enn ekki kominn upp í 100 bækur. Mér sýnist ég vera kominn með 71 bók á listann nú þegar. Þar af er ég búinn að lesa tæplega 50 nú þegar og 14 síðan í maí.

Það skrítna er að ég get mælt með öllum bókunum nema einni. Myndin af listamanninum á unga aldri eftir James Joyce fannst mér leiðinleg. Frú Bovary eftir Flaubert hélt mér heldur ekki vel við efnið og var satt að segja ekki mjög áhugaverð. Hún hefur eflaust þótt meira spennandi fyrir 150 árum áður en það uppgötvaðist að konur gætu haft kynhvöt.

Bartleby, the Scrivener eftir Melville kom mér á óvart. Nú er talsvert vitnað til hennar og Trump líkt við söguhetjuna sem er furðufugl. Hún er líka stutt.

Ægisgata eftir Steinbeck fannst mér frábær. Vel skrifuð og kom mér í gott skap. Veröld sem var eftir Zweig er ekki skáldsaga heldur bók sem maður á að hafa lesið. Nú er ég búinn að því.

Óbyggðirnar kalla eftir Jack London kom mér á óvart. Hún er ólík öllum hinum bókunum. Margar bækur Londons voru til heima í gamla daga. Kannski þekkti amma þýðandann.

Tunglið og tíeyringurinn eftir Maugham er bók að mínu skapi. Ég óttaðist að Frankenstein eftir Shelly væri rusl, en hún leyndi á sér.

Goriot gamli eftir Balzac var líka áhugaverður. Vanity Fair og Middlemarch eru mjög langar bækur en héldu mér spenntum.

Vel að merkja þá eru bækurnar sumar kyrrlátar með köflum, en flestar eru nógu líflegar á milli til þess að ég er spenntur að klára þær.

Ég veit að stór hluti bókanna er eftir enskumælandi höfunda, en ég reyni að fikra mig smám saman austur á bóginn.

Hafi einhver viðbótartillögur er ég sannarlega opinn fyrir þeim. Ég fékk hugmyndir um ýmsar bækur sem mér hefði aldrei dottið í hug að lesa og hafa reynst afar góðar.

MERKILEGAR ÚTLENDAR BÆKUR SEM ÉG VERÐ AÐ LESA

 Hroki og hleypidómarAustin 
 Goriot gamliBalzacLokið
ÓlesinTídægraBocaccio 
 Jane EyreBrontë Charlotte 
 Fýkur yfir hæðirBrontë Emily 
 Meistarinn og MargarítaBulgakov 
 ÚtlendingurinnCamus 
 Lísa í UndralandiCarrol 
The Point of HonorConrad, JosephLokið
 Saga tveggja borgaDickens 
 FávitinnDostojevskí 
 Karamazov bræðurnirDostojevskí 
 Glæpur og refsingDostojevskí 
 MiddlemarchEliot, George  (Mary Anne Evans)Lokið
ÓlesinSound and the FuryFaulkner 
ÓlesinThe History of Tom Jones, a FoundlingFielding, Henry 
 Hinn mikli GatsbyFitzgerald 
 Frú BovaryFlaubert 
 Howard’s EndForster 
A Room With a ViewForsterLokið
ÓlesinHomo faberFrisch, Max 
 Flugnahöfðinginn (Höfuðpaurinn)Golding 
ÓlesinBlikktrommanGünter Grass 
 Gróður jarðarHamsun 
 ViktoríaHamsun 
Tess of d’UbervillesHardy, ThomasLokið
 To Kill a MockingbirdHarper Lee 
 Góði dátinn SveijkHašek 
 The Scarlat LetterHawthorn, NathanielLokið
ÓlesinGlataðir snillingarHeinesen, William 
ÓlesinCatch-22Heller 
 Gamli maðurinn og hafiðHemingway 
ÓlesinVopnin kvöddHemingway 
ÓlesinHverjum klukkan glymurHemingway 
 Brave New WorldHuxley 
 A Portrait of the Artist as a Young ManJoyce 
 HamskiptinKafka 
 RéttarhaldiðKafka 
 On the RoadKerouac 
 Being ThereKosinki 
Óbyggðirnar kallaLondon, JackLokið
ÓlesinBúddenbrooksMann 
Ólesin100 ára einsemdMarques, Gabriel García 
 Tunglið og tíeyringurinnMaughamLokið
ÓlesinMóðirinMaxim Gorki 
 Moby DickMelville 
 Bartleby, the ScrivenerMelvilleLokið
 LolitaNabokov 
ÓlesinDitta mannsbarnNexö, Martin Andersen 
 1984Orwell 
 DýrabærOrwell 
ÓlesinSívago læknirPasternak 
 The Bell JarPlath 
 Bjargvætturinn í grasinuSalinger 
 FrankensteinShellyLokið
ÓlesinLygn streymir DonSjokolov 
ÓlesinDagur í lífi Ívans DenísovítsjSolzhenítsyn 
ÓlesinTortilla FlatSteinbeck 
ÓlesinÞrúgur reiðinnarSteinbeck 
 ÆgisgataSteinbeckLokið
ÓlesinMýs og mennSteinbeck 
Vanity FairThakeray, William MakepeaceLítið eftir
 Anna KarenínaTolstoy 
ÓlesinStríð og friðurTolstoyByrjað á
 Stikilsberja-FinnurTwain 
ÓlesinKristín LafransdóttirUndset, Sigrid 
 BirtingurVoltaireEndurlesin
 Myndin af Dorian GrayWilde 
ÓlesinFrú DallowayWoolfByrjað á
GerminalZola, EmilByrjað á
 Veröld sem varZweigLokið

Verkefnið heldur áfram og ég reyni að smásaxa á listann og bæta nýjum við þar til ég verð kominn upp í að minnsta kosti 100 úrvalsbækur.

2 comments

  1. Má ég leyfa mér að benda á bæði Hobbitann og Hringadrottinssögu Tolkiens (m.a. vegna tengsla hans við Ísland). Hvar er Shakespeare?

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.