Ísland í A-flokk

Fjármálaráðherrastarfið er svolítið nördalegt því það felst ekki síst í því að passa að fjármál ríkisins séu í lagi. Eitt af því sem ég er hreyknastur af er að lánshæfismat ríkisins hækkaði eftir að fjármálaáætlun (fjármálaáætlun Viðreisnar myndu sumir Sjálfstæðismenn segja og ég tek því vel) var samþykkt á Alþingi. Við fórum úr B-flokki í A-flokk. Þar höfum við ekki verið frá því fyrir hrun.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti 7. júlí að það hefði hækkað lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins á langtímaskuldbindingum í innlendri og erlendri mynd í „A-“ úr „BBB+“. Þá eru horfur fyrir einkunnina sagðar jákvæðar. Drifkraftar hækkunarinnar eru einkum batnandi ytri staða þjóðarbúsins og skuldalækkun hins opinbera ásamt sterkum hagvexti.

Í matinu segir að eftirfarandi þættir, hver um sig eða allir saman, geti leitt til neikvæðrar breytingar á lánshæfismati:

• Vísbendingar um ofhitnun hagkerfisins, til dæmis með víxlhækkun launa og verðlags og verðbólgu umfram markmið.
• Veikari ásetningur um að efla stöðu ríkisfjármála til meðallangs tíma.
• Mikil útflæði fjármagns sem leiða myndi til ytra ójafnvægis og þrýstings á gengi krónunnar.

Allt þetta hef ég reynt að koma í veg fyrir með því að leggja áherslu á verndun kaupmáttar, afgang af ríkisfjármálum og stöðugleika í efnahagsmálum.

Nú er lítil verðbólga, mikill kaupmáttur, lítið atvinnuleysi og hátt lánshæfismat. Við skulum ekki setja allt þetta í uppnám. Viðreisn stóð undir því trausti sem við fengum síðast. Þess vegna þarf flokkurinn að fá gott fylgi áfram.

Myndin er af því þegar ég undirritaði fyrir Íslands hönd alþjóðlegan samning gegn skattaundanskotum með aflandsfélögum og misnotkun á tvísköttunarsamningum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.