Þjóðþekktur Íslendingur?

Við Jóhannes Benediktsson erum á ferð og flugi um Norðausturkjördæmi. Í fyrradag hittum við hóp af ungu fólki sem var á gangi á Glerártorgi á Akureyri með ananasplöntu í farteskinu. Af því að flestir Akureyringar taka ananasinn sinn ekki með sér út að versla gáfum við okkur á tal við hópinn og þá kom í ljós að þetta voru nemendur í Laugaskóla sem voru að leysa nokkrar þrautir og til þess að sanna að þeir væru að leysa þær núna varð ananasinn að vera með á hverri mynd.

Þetta fannst okkur merkilegt og Jóhannes tók mynd og svo báðum við þau að mæla með listanum okkar sem þau gerðu með glöðu geði. Þegar það var búið spurðu þau: „Heyrðu, ert þú kannski þjóðþekktur Íslendingur?“

Þessi spurning dró aðeins úr mér gorgeirinn, en Jóhannes hélt það nú og þá tóku þau líka mynd, því að það var eitt af verkefnunum að vera á mynd með þjóðþekktum Íslendingi og ananasnum.

Jóhannes sagði aðeins öðruvísi frá þessu:

Við pabbi hittum þessa snillinga úr Laugaskóla á Glerártorgi í fyrradag. Þeir voru í einhvers konar ratleik (ananasinn var hluti af honum), en eitt verkefnið var að taka mynd af sér með einhverjum frægum.

JB: Jahh… það eru hægt heimatökin.
Snillingar: Af hverju?
JB: *gjóa augunum til pabba*
Sn.: Ha…
JB: *reski mig og bendi með þumlinum á hann*
Sn.: Ert þú frægur?
BJ: Erm… ehehe…
Sn.: Bíddu, er þetta ekki gæinn í veðurfréttunum?
JB: Jú, einmitt!

Snillingarnir létu ekki segja sér það tvisvar, tóku mynd með veðurfréttagæjanum og krotuðu einhver-frægur út af listanum sínum. Þetta var gott móment.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.