Baráttan um söguna

Oft hefur verið vitnað til orða  Churchills um að hann þyrfti ekki  að óttast dóm sögunnar því hann ætlaði  að skrifa hana sjálfur. Hann gerði það, en  það er þó ekki ástæðan fyrir þvi að sagan fer um hann mildum höndum. Hann átti  það einfaldlega skilið, því að hann stóð  réttum megin í baráttunni og vann.

Sumir Íslendingar virðast halda að með  því að komast í ákveðna aðstöðu geti þeir  haft áhrif á það hvað lifir og hvað deyr af  þeirra orðstír. En þannig er það sjaldnast. Í sjálfsævisögum koma menn að sínu eigin sjónarhorni, en þær eru sjaldnast síðasta  orðið.

Jónas Jónsson frá Hriflu var einhver afkastamesti penni Íslendinga á 20. öld  og hafði óneitanlega mikil áhrif á sína  samtíð. Ekki er þó hægt að segja að ljómi  sé yfir nafni hans hjá fólki almennt. Hann gerði sér far um að gera lítið úr andstæðingum sínum, velja þeim háðuleg nöfn og hefna sín á þeim sem hann taldi  að gert hefðu á sinn hlut. Þannig tókst honum hjálparlaust að tryggja, að ára  hans verður jafnan blettótt nema hjá forstokkuðustu framsóknarmönnum.

Eftir hrun vilja margir rétta sinn hlut. Það er auðvitað eðlilegt, því að margt  hefur verið aflagað af almannarómi sem  oft lýgur eins og hann er langur til. En leiðin til eilífs sóma er þyrnum stráð. Svo mikið er til af gögnum að ekki tjóir að reyna að eyða þeim. Aðferð Jónasar að ráðast á ímyndaða og raunverulega andstæðinga virkar vel á innsta hring, en hefur neikvæð áhrif á aðra.

Enginn kemst í gegnum lífið án þess að verða eitthvað á í orðum og gerðum, en besta leið stjórnmálamanna til þess að tryggja sér þægilegt sæti í vagni sögunnar er að reyna að gera það sem þeir telja réttast og best á hverjum tíma, ekki fyrir sjálfa sig heldur samfélagið.

Stundum er það nefnilega svo að skæðasti óvinur stjórnmálamannsins, og sá sem erfiðast er að vara sig á, er hann sjálfur.


Áður birt í 33. tbl. Vísbendingar 2014

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.