Braggablús vorra tíma

Ég ákvað að yrkja nýjan Braggablús í ljósi síðustu viðburða.

Ein í bragga, Magga, gægðist út um glugga
stundum sá hún skuggabaldur sigla hjá.
Nú er hún dáin, við sjáinn, maðurinn með ljáinn,
leysti hana loksins sínum þrautum frá.

Munið braggann, í sagga, stóð einn út við sæinn
subbulegur kofi, ekki sjón að sjá.
Á að þríf‘ann, ríf‘ann, í draslið beint að dríf‘ann?
Dugir best að brenn‘ann, ekki segja frá.

Þá kom Dagur, fagur, mögulega of magur
mildilegast vildi ekki sitja hjá.
Að byggja, tryggja, að gefa er betra en þiggja.
Best að gefa peninga sem annar á.

Engin hemja að semja, allir færu að emja,
ef í útboð bragginn færi beint í dag.
Ég skal passa, með klassa, eftirlitið trassa,
allir munu vinna í þessu sér í hag.

Við munum teikna, reikna, hanna alveg feikna
hefla spýtur, hlaða veggi, hugsum hátt.
Út við völlinn, höllin, glóir nú og glansar,
glæsilegur sigurboginn birtist brátt.

Eyðum milljón, billjón, mesta lagi skrilljón,
enginn getur sagt að ég sé nískur gaur.
Hún stríðin, tíðin, held ég blási á lýðinn,
enginn segir Dagur eigi ekki aur.

Svo heyrist skvaldur, galdur, hallinn er þrefaldur
og ávallt verra og verra er í fé að ná.
Nú er Dagur stúrinn því olíu á skúrinn
er erfitt nema fyrir fjandans aur að fá.

Út við skjáinn, stráin, blakta út í bláinn,
bárust oss úr Danaveldi, bein og stinn.
Og mikið undur, tundur, bráðum verður fundur.
Höfum kofann læstan, hér fer enginn inn.

Fyrst kom Eyþór, rjóður, alveg eins og óður
og spurði eins álfur kominn út úr hól.
Svo ég svara, bara, hvað ertu að fara?
Hallur getur leyst úr þessu fyrir jól.

Ein við bragga, Vigga, gægist inn um gluggann
getur ekki séð að þar sé neitt að sjá.
Enn við skúrinn, glúrin, svolítið samt stúrin,
sér að þakið hvelfist yfir, beint á ská.

Í vetur, betur, gekk okkur að galdra
enginn spurði spurninga, ekki einn gaur.
En Dagur, fagur, situr einn heilagur
á ekki fyrir náðhúsi er alveg staur.


Braggablús er snilldarlag, samið af Magnúsi Eiríkssyni með grípandi texta. Textann hér að ofan má syngja við sama lag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.