Styrmir gegn Styrmi

Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja

Í helg­ar­blaði Morg­un­blaðs­ins  24. ágúst skrif­aði Styrmir Gunn­ars­son enn um þriðja orku­pakk­ann án þess að fjalla um það sem í pakk­anum er, rétt eins og réttri viku fyrr. Nú snýst greinin um einka­væð­ingu Lands­virkj­unar og Orku­veit­unn­ar, sem er alls ekki hluti orku­pakk­ans. Ég svar­aði grein hans frá 17. ágúst í Kjarn­anum og lét þess getið að ég myndi láta þetta eina svar nægja.

Svo vel vill til að ég þarf alls ekki að svara þess­ari nýju grein Styrm­is. Það var gert í for­ystu­grein Morg­un­blaðs­ins 3. nóv­em­ber árið 2006 undir heit­inu: Sam­keppni og einka­væð­ing á orku­mark­aði.

Ég læt þau svör nægja.

Sú grein endar svona: „[Það er] óþarfi að láta eins og einka­fram­takið eigi ekk­ert erindi í orku­vinnslu og -sölu.“

Styrmir 24.8.2019: Vilja þau mark­aðsvæða orku­geirann?

Styrmir 3.11.2006: Sam­keppni og einka­væð­ing á orku­mark­aði

Styrmir 24.8.2019: Mark­aðsvæð­ing orku­geirans er svo stórt mál að það væri eðli­legt ef ein­hverjir stjórn­mála­flokkar vildu stefna að því af fúsum og frjálsum vilja að leggja slíka ákvörðun undir dóm þjóð­ar­inn­ar.

Styrmir 3.11.2006: Reykja­vík­ur­borg og Akur­eyr­ar­bær hafa nú selt rík­inu hlut sinn í Lands­virkj­un. Þessi ráð­stöfun er skyn­sam­leg út frá hags­munum allra, sem í hlut eiga. Nú er komin á sam­keppni á raf­orku­mark­aði og hún stendur m.a. á milli fyr­ir­tækja, sem ríkið og við­kom­andi sveit­ar­fé­lög eiga í.

Styrmir 24.8.2019: En kannski er það furðu­leg­ast í þessu máli að bæði Sam­fylk­ing og VG vilji taka þátt í mark­aðsvæð­ingu orku­geirans. Hvernig má það vera? Þessir flokkar eru afsprengi Alþýðu­flokks og Alþýðu­banda­lags/​­Sam­ein­ing­ar­flokks alþýðu- Sós­í­alista­flokks/​Komm­ún­ista­flokks Íslands. Hvenær var sú grund­vall­ar­breyt­ing sam­þykkt í æðstu stofn­unum þess­ara tveggja flokka, að þeir hefðu nú kom­izt að þeirri nið­ur­stöðu að bezt færi á því að einka­væða orku­geir­ann á Ísland­i?(!)

Styrmir 3.11.2006: Hins vegar er engin ástæða til að úti­loka að orku­fyr­ir­tækin fær­ist í hendur einka­að­ila. Ef hér þró­ast raun­veru­legur sam­keppn­is­mark­aður með fram­leiðslu og sölu á raf­orku, af hverju ætti hann að vera öðrum lög­málum und­ir­orp­inn en aðrir sam­keppn­is­mark­að­ir?

Styrmir 24.8.2019: Einka­væð­ing grunn­þjón­ustu, hverju nafni sem nefn­ist, hlýtur alltaf að vera álita­mál og hefur ekki gef­izt vel.

Styrmir 3.11.2006: Sömu­leiðis hefur verið bent á að það sé ekki góð staða, m.a. út frá sjón­ar­miðum nátt­úru­vernd­ar, að ríkið sé bæði eig­andi umsvifa­mesta orku­fyr­ir­tæk­is­ins og sé eft­ir­lits- og úrskurð­ar­að­ili í mál­efnum orku­geirans.

Styrmir 24.8.2019: Í þeirri sam­þykkt felst um leið ákvörðun um mark­aðsvæð­ingu orku­geirans. Hún mun hafa afleið­ing­ar. Einka­rekin ein­okun er ekki betri en rík­is­ein­ok­un.

Styrmir 3.11.2006: Opin­bert eign­ar­hald er þar með ekki lengur for­senda þess að almenn­ingur fái eðli­legan arð af eignum sín­um. Fyrsta skrefið í átt til einka­væð­ingar á raf­orku­mark­aðnum hlýtur að vera hluta­fé­laga­væð­ing orku­fyr­ir­tækj­anna. Það hafa t.d. Hita­veita Suð­ur­nesja, Norð­ur­orka og RARIK stig­ið. Hluta­fé­lags­formið er almennt talið henta betur fyr­ir­tækjum í sam­keppn­is­rekstri.

Styrmir 24.8.2019: Í alla þá ára­tugi sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stjórn­aði Reykja­vík­ur­borg varð þess aldrei vart að sá flokkur teldi það eft­ir­sókn­ar­vert að einka­væða Hita­veitu Reykja­vík­ur. Stöku raddir hafa komið upp innan flokks­ins um einka­væð­ingu Lands­virkj­unar en þær hafa þagnað enda engar und­ir­tektir feng­ið.

Styrmir 3.11.2006: Þótt það sé ekki tíma­bært að einka­væða Lands­virkjun er líka óþarfi að láta eins og einka­fram­takið eigi ekk­ert erindi í orku­vinnslu og -sölu.


Birtist á Kjarnanum 25.8.2019

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.