Aldur er auður

Við vitum að á næstu árum fjölgar „öldruðum“ mikið, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. Sumir ganga svo langt að telja þessa þróun einhverja mestu ógn við vestræn samfélög. Mynd er máluð af vaxandi hópi af veiku, einmana, einangruðu, fátæku fólki sem er úti á þekju. Unga starfsmannastjóra hryllir suma við að ráða einhvern sem kominn er á „síðasta snúning“, orðinn fimmtugur.

Hvers vegna metum við lengri lífaldur sem vandamál? Hvers vegna ekki að hugsa um hann sem tækifæri. Í nýlegri grein í Harvard Business Review er sagt frá könnun sem sýnir að starfsmenn yfir sextugt séu almennt við betri heilsu, reyndari og ánægðari í starfi en þeir sem yngri eru. Þeir eru tryggir fyrirtækinu og viðskiptasiðgæði þeirra er hátt. Þeir eldri eru áhugasamari, eiga auðveldara með að leysa vandamál sem koma upp og setja fyrirtækið framar eigin frama. Þeir eru fróðari og iðnari við að miðla af þekkingu sinni en þeir sem yngri eru.

Hvers vegna er ekki litið á eldri eru sem auðlind fremur en vandamál? Núna eru 8% þjóðarinnar á aldrinum 65 til 74 ára eða 28 þúsund manns. Þeim mun stærri hluti þessa hóps sem heldur áfram störfum, því ríkara verður samfélagið.

Myndin sýnir að Íslendingum 65 ára og eldri hefur fjölgað úr um 6% þjóðarinnar árið 1918 í um 14% nú. Eftir hálfa öld verða þeir 26% þjóðarinnar.

1 comments

  1. Aldursfordómar á Íslandi
    „Fólk fær fyrir hjartað ef það er sakað um fordóma í garð kvenna, samkynhneigðra eða útlendinga.En sama fólk virðist ekki skilja fordóma gagnvart eldra fólki, sem úir og grúir af í okkar samfélagi. Þeirra verður vart á vinnustöðum, þegar reynt er að bola út eldri starfsmönnum til að yngja upp”

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.