Vinstri græn og milljarðamæringarnir

Í Wikipediu er eftirfarandi skilgreining: „Óhóflegur hagnaður þrífst til langs tíma á markaði sem ekki býr við fullkomna samkeppni og fyrirtæki hindra innkomu samkeppnisaðila. Slíkur hagnaður er oftast myndaður af fákeppni eða einokun, en fyrirtæki reyna oft að fela þessa staðreynd.“

Hagnaður útgerðarinnar á einum áratug eftir hrun er 447.500.000.000 krónur. Það er heppileg tala fyrir útgerðarmenn. Bæði er hagnaðurinn mjög góður og talan er líka svo há að fólk á erfitt með að skilja hana. Setjum fjárhæðina því í samhengi.

Fyrir 447 milljarða væri hægt að reisa fjóra til fimm nýja Landsspítala, en stjórnarliðar spyrja líklega: „Hver þarf svona marga spítala?“ Hér á landi taka stjórnvöld nefnilega þátt í feluleiknum. Helst vilja þau líka fela það að nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign þjóðarinnar að lögum.

Kannski er ósanngjarnt að horfa á margra ára gróða. Skoðum því hagnaðinn á dag. Hann var ekki nema 122.569.159 krónur eða tæplega 123 milljónir króna hvern einasta dag. Fyrir þá fjárhæð mætti kaupa dágott einbýlishús. Þau væru þá orðin 3.651 á áratug.

Það væri líka hægt að ráða 10 þúsund manns á lágmarkslaunum allt tímabilið fyrir þessa fjárhæð.

Ríkisstjórnarflokkarnir, með VG í fararbroddi, hafa beitt sér fyrir því að lækka auðlindagjöld útgerðarinnar. Enginn stjórnarflokkanna má heyra á það minnst að nýttir verði kostir frjálsrar samkeppni með því að markaðstengja gjaldið.

Nýta útgerðirnar hagnað ekki til uppbyggingar í heimabyggð? Nei, hann rennur að mestu til fjárfestinga í Reykjavík og jafnvel utan landsteinanna. Til dæmis í fjölmiðlarekstur [sem tekur lengi við], tryggingafélög, samgöngufyrirtæki, brauðgerð, heildsölu, atvinnuhúsnæði, kexverksmiðju og aflabrest á prentmarkaði. Að ógleymdum ævintýrum sem hafa borið hróður Íslands um fjarlæg lönd.

Hagnaður er góður þegar hann myndast af dugnaði og hugviti. Hagnaður vegna gjafa frá stjórnvöldum er mein á þjóðarlíkamanum.

Á vefnum aflafrettir.is kemur fram að kvótastaða Eskju á Eskifirði er góð. Fyrirtækið fékk 4.240 tonna kvóta miðað við þorskígildi. Merkilegast við þann kvóta er:

1.     Eskja á engan bát sem veiðir bolfiskinn,

2.     Eskja á enga fiskvinnslu sem vinnur bolfiskinn.

Fyrirtækið miðlar því þessum kvóta sem það fær frá ríkinu til annarra. Hann er leigður „út um allt“ og skapar „ansi góðar leigutekjur fyrir Eskju“, eða 700 til 950 milljónir á ári. Það er myndarleg gjöf frá ríkisstjórninni fyrir að gera ekki handtak.

Allir vita að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur styðja kerfi sem safnar eignum og auði á hendur fárra. Hvenær varð það grunnstefna VG?

Við höfum einfalda lausn. Notum markaðinn! Allt sem þarf er vilji til að nýta afraksturinn í þágu þjóðarinnar. Ekki bara örfárra auðkýfinga.


Birtist í Morgunblaðinu 4.3.2020.

Athugasemd: Eftirfarandi línur komu á eftir frásögn Aflafrétta af Eskju. Flestir hafa eflaust áttað sig á því að þær vísa ekki sérstaklega til þess ágæta fyrirtækis, en til þess að undrstrika það hef ég fært þær framar í pistilinn, en hann er að öðru leyti óbreyttur.

„Nýta útgerðirnar hagnað ekki til uppbyggingar í heimabyggð? Nei, hann rennur að mestu til fjárfestinga í Reykjavík og jafnvel utan landsteinanna. Til dæmis í fjölmiðlarekstur [sem tekur lengi við], tryggingafélög, samgöngufyrirtæki, brauðgerð, heildsölu, atvinnuhúsnæði, kexverksmiðju og aflabrest á prentmarkaði. Að ógleymdum ævintýrum sem hafa borið hróður Íslands um fjarlæg lönd.“

 

 

 

One comment

  1. ÞAÐ SEM ÞETTA SEGIR OKKUR ER:

    EKKI MATTI AUKA VEIÐIGJOLDIN EÐA HALDA OBREYTT ÞVI ÞÆR UTGERÐIR SEM STANDA HOLLUM FÆTI ERU LANG LIKLEGAST AÐ LEIGJA ÞENNAN KVOTA!!

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.