Ný og betri höft frá ríkisstjórninni

Í morgun birtist í Fréttablaðinu greinin „Lögmætar varnir“ eftir Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra. Greinin fjallar um innflutning á kjöti frá útlöndum. Ráðherrann stærir sig af því að „við afnemum hið ólögmæta leyfisveitingarkerfi þann 1. janúar næstkomandi“. Athygli vekur sjónarhorn ráðherrans. Hann er ánægður með nýtt hafta-, leyfa- og skömmtunarkerfi:

 • Þrisvar talar hann um reglur
  Þrisvar um vottorð
  Þrisvar um varnir
  Sex sinnum um að tryggja eða tryggingar
  Sjö sinnum um heimildir
  Einu sinni um kröfu
  Fjórum sinnum um kerfi
  Einu sinni um skilyrði
  Fimm sinnum um leyfi eða leyfisveitingar
  Tvisvar um vernd búfjárstofna

Allt þetta í tæplega 300 orða grein.

 • Aldrei talar ráðherrann um almenning
  Aldrei talar ráðherrann um neytendur
  Aldrei talar ráðherrann um gæði

Ráðherrann vill nefnilega fyrst og fremst að verja landbúnaðarkerfið; ríkisstjórninni er nákvæmlega sama um neytendur og heldur stolt áfram ólöglegu kerfi til áramóta. Þá tekur nýtt leyfakerfi við. Ríkisstjórnarflokkarnir geta alls ekki hugsað sér að fólk borði það sem það vill án sérstaks leyfis.

Það er kominn tími til þess að blása til sóknar fyrir neytendur, efla almannahag og hætta að vernda sérhagsmuni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.