Spilað með framtíð ungs fólks

Hópur fólks hefur gert harða hríð að EES-samstarfinu, samstarfi sem hefur gefið Íslendingum mestan ávinning af öllum alþjóðasamningum sem þjóðin tekur þátt í. Árásin er gerð á þriðja orkupakkann, regluverk sem snýst öðru fremur um að taka upp reglugerðir um neytendavernd. Blekkingum er beitt til þess að slá ryki í augu almennings.

Í EES-samningnum felst að allar reglur eru samræmdar að fullu, nema á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar, auk þess sem EES-löndin standa utan byggðastefnu og myntbandalags. Slík samræming nýtist Íslendingum vel, því að hún tryggir að okkar vörur uppfylla kröfur á 500 milljón manna markaði.

Því var spáð í upphafi að hagvöxtur á Íslandi yrði um 1,0% meiri með aðild að EES en ella. Reynslan sýnir að það var varfærin spá. Hagvöxturinn fór úr tæplega 2% á ári miðað við árin 1980 til 1993 í rúmlega 3,5%. Á myndinni sést að þetta eru um 900 milljarðar króna á ári. Þessi hagvöxtur hefur skilað sér til almennings í um það bil 50% hærri launum að raunvirði en ella. Aðför Miðflokksins að samningnum nú í gegnum málþóf vegna þriðja orkupakkans er því aðför að lífskjörum ungs fólks á Íslandi í framtíðinni. Það var því hárrétt hjá ungu fólki að rísa í auglýsingu í Fréttablaðinu gegn þeim sem vilja nú spila með framtíð þeirra.

Skoðanakannanir sýna að eftir því sem fólk veit meira um orkupakkann svonefnda, þeim mun hlynntari eru þau honum. Miðflokksmenn hafa nú flutt hundruð af ræðum um pakkann. Það að þeir skipta ekki um skoðun bendir til þess að í ræðum þeirra sé engin raunveruleg upplýsing um efnið.

Myndin sem fylgir greininni sýnir landframleiðslu Íslands, annars vegar eins og hún hefur verið og hins vegar eins og hún hefði verið án EES-samningsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.