Braggablús í boði Isavia

Reyn­ir heit­inn Zoega, föður­bróðir minn, sagði einu sinni við mig: „Fyr­ir­tæki eiga ekki að safna skuld­um út um allt; þau eiga bara að skulda bönk­um.“ Reyn­ir var um ára­bil formaður stjórn­ar Spari­sjóðs Norðfjarðar og hafði góða inn­sýn í lána­mál fyr­ir­tækja. Regl­an kem­ur í veg fyr­ir eða minnk­ar mörg áföll­in, sé henni fylgt. Bank­ar eru ekki al­vitr­ir, en það er hlut­verk þeirra að lána fé og meta áhættu.

Fyr­ir all­mörg­um árum ráðlagði ég þekktu fyr­ir­tæki um fjár­mál. Skuld­ir þess voru býsna mikl­ar, en þær voru all­ar við viðskipta­banka fé­lags­ins. Þeir sem seldu fyr­ir­tæk­inu vör­ur eða þjón­ustu fengu alltaf greitt á gjald­daga. Fé­lagið komst í gegn­um erfiðleik­ana og orðspor þess beið eng­an hnekki.

Sög­urn­ar koma upp í hug­ann þegar frétt­ir ber­ast af því að rík­is­fyr­ir­tækið Isa­via hafi hleypt WOW air í van­skil upp á tvo millj­arða króna. Þetta er eng­in smáfjár­hæð. Árið 2017 voru flug­tengd­ar tekj­ur Isa­via um 12 millj­arðar króna og skuld­in því tæp­lega 17% af tekj­um þess árs. Sá sem lán­ar án trygg­inga ber ekki minni ábyrgð en hinn sem fær lánið. Skuld­ir sem ekki eru inn­heimt­ar borg­ast oft seint eða aldrei.

Í svari við fyr­ir­spurn Jóns Stein­dórs Valdi­mars­son­ar á Alþingi seg­ir m.a.: „[Isa­via] legg­ur áherslu á jafn­ræði milli flug­fé­laga hvort sem um er að ræða gjald­töku, inn­heimtu eða aðra þætti.“ Reynsl­an bend­ir til þess að þetta sé ekki ná­kvæmt svar.

Alþingi hef­ur eft­ir­lits­hlut­verk gagn­vart fram­kvæmda­vald­inu. Því vek­ur at­hygli að Isa­via fór und­an í flæm­ingi í svör­um við fyr­ir­spurn­um Jóns Stein­dórs haustið 2018. Spyrja má hvort upp­lýs­ing­ar til ráðherra hafi líka verið óná­kvæm­ar eða blekkj­andi.

Í fyrr­nefndu svari seg­ir að „eng­um flugrek­anda [hafi] verið synjað um viðskipti vegna van­greiddra gjalda enda verður ekki séð að það sé heim­ilt. Alltaf geta komið upp til­vik eða aðstæður sem leiða til þess að ekki er greitt á rétt­um tíma, enda er flugrekst­ur sveiflu­kennd­ur rekst­ur.“ Fram kem­ur í svar­inu að ráðherra „hef­ur ekki sér­staka skoðun á fyr­ir­komu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins í þess­um efn­um.“

Sam­kvæmt dómi Héraðsdóms hef­ur ríkið tapað sem nem­ur fjór­um brögg­um á þess­ari lána­starf­semi. Flug­fé­lag sem get­ur ekki greitt flugrekstr­ar­gjöld í lok sum­ars er aug­ljós­lega ekki í tíma­bundn­um vand­ræðum. Þess vegna er löngu orðið tíma­bært að ráðherra myndi sér skoðun á fyr­ir­komu­lag­inu og afli laga­heim­ilda til þess að synja þeim um viðskipti við Isa­via sem ekki borga. Lána­starf­semi er ekki hlut­verk rík­is­ins.

Ásgeir Hann­es Ei­ríks­son seldi á sín­um tíma puls­ur úr vagni í Aust­ur­stræti við hlið Útvegs­bank­ans. Ein­hver sem átti ekki fyr­ir pulsu þá stund­ina spurði Ásgeir hvort hann mætti ekki borga næst. Svarið var: „Nei, ég hef samið við bank­ann. Hann sel­ur ekki puls­ur og ég lána eng­um.“

Þetta var góð verka­skipt­ing.


Birtist í Morgunblaðinu 4.5. 2019

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.