Í gær var stysti dagur ársins. Ég er svo heppinn að mér finnst gaman bæði á sumrum og vetrum. Á sumrin er hægt að vera úti og ganga og á veturna er hægt að vera inni og lesa og leika sér. Eða fara út og ganga. Í morgun fór ég með Sigurði bróður mínum og Oddi syni hans á Úlfarsfellið. Það er fallegt að fylgjast með sólinni koma upp. Í austri er Hengill í morgunroðanum, í suðri Reykjanesið með hvítri hélu, Esjan síbreytileg í norðri og ef vel að gáð Snæfellsjökull handan við flóann.
Við fjallsrætur eru Korpúlfsstaðir og borgin er að vakna, svolítið grá, jafnvel blágrá. Svo er líka hægt að sjá sitthvað fallegt á leiðinni, hrími þaktar vörður, lyngið og mosann sem leika saman og auðvitað sólina við fjallsbrún.
Um árið orti Halldór Blöndal fyrir mig um hækkandi sól:
Brátt á himni hækkar sól
hægt en áfram miðar.
Haldin eru heilög jól
hátíð árs og friðar.
Kom sem snöggvast kuldasog
karlinn fingraslingur
inn um gluggann gægðist og
gjöf í skóinn stingur.
Ég bjó svo til lag við þetta.
Myndirnar tala sínu máli: Gleðileg jól!
Fínar myndir
Med bestu kvedju Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson
Best Regards TST
>
Líkar viðLíkar við