Hvað er eðlilegt að skulda mikið?

Í gær rakti ég í pistli hvernig skuldir einstaklinga og fyrirtækja hefðu sveiflast upp og niður frá aldamótum. Lexían af Hruninu ætti að vera sú að það borgar sig að skulda sem minnst, en auðvitað getur verið nauðsynlegt að taka lán, til dæmis til þess að kaupa íbúð eða stunda nám.

Í pistlinum segir meðal annars: „Nú virðist lágmarki vera náð og skuldirnar gætu farið að aukast á ný. Því er rétt að hafa varan á þó að við séum utan hættusvæðis.“ Ég hef fengið spurninguna: Hvar er hættusvæðið?

Svarið er að fyrir þjóðarbúið er væntanlega eðlilegt að varúðarbjöllur klingi ef lán einstaklinga í heild fara yfir 100% af landsframleiðslu. En hvað um einstaklinginn sem sér bara sitt lán, en veit ekki stöðu þjóðarbúsins í heild?

Auðvitað fer það að hluta til eftir því hvar fólk er statt í lífinu. Eftir því sem menn verða eldri ættu lánin að verða minni og rétt að verða varfærnari. Greiðslubyrðin á mánuði (af öllum lánum) með vöxtum ætti ekki að fara yfir 25% launum fyrir skatta. Heildarlánið ætti ekki að vera hærra en á bilinu tvö- til þreföld árslaun. Eignastaða getur breytt þessari tölu, en þetta er einfalt viðmið.

Einstaklingur
Mánaðarlaun fyrir skatta 600.000
Árslaun 7.200.000
Heildarlán 15-20 milljónir
Greiðslubyrði af 25 ára láni 20 milljónir
Á mánuði óverðtryggt 183 þús. kr.
Greiðslubyrði af 25 ára láni 15 milljónir
Á mánuði óverðtryggt 138 þús. kr.
Hjón
Mánaðarlaun fyrir skatta 1.000.000
Árslaun 12.000.000
Heildarlán 25-35 milljónir
Greiðslubyrði af 25 ára láni 35 milljónir
Á mánuði óverðtryggt 321 þús. kr.
Greiðslubyrði af 25 ára láni 25 milljónir
Á mánuði óverðtryggt 229 þús. kr.

Taflan sýnir viðmiðunartölur og greiðslubyrði. Miðað við 7% vexti af óverðtryggðu láni. Verðtryggt lán lækkar greiðslubyrðina fyrst, en dreifir henni á lengri tíma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.