Í gær rakti ég í pistli hvernig skuldir einstaklinga og fyrirtækja hefðu sveiflast upp og niður frá aldamótum. Lexían af Hruninu ætti að vera sú að það borgar sig að skulda sem minnst, en auðvitað getur verið nauðsynlegt að taka lán, til dæmis til þess að kaupa íbúð eða stunda nám.
Í pistlinum segir meðal annars: „Nú virðist lágmarki vera náð og skuldirnar gætu farið að aukast á ný. Því er rétt að hafa varan á þó að við séum utan hættusvæðis.“ Ég hef fengið spurninguna: Hvar er hættusvæðið?
Svarið er að fyrir þjóðarbúið er væntanlega eðlilegt að varúðarbjöllur klingi ef lán einstaklinga í heild fara yfir 100% af landsframleiðslu. En hvað um einstaklinginn sem sér bara sitt lán, en veit ekki stöðu þjóðarbúsins í heild?
Auðvitað fer það að hluta til eftir því hvar fólk er statt í lífinu. Eftir því sem menn verða eldri ættu lánin að verða minni og rétt að verða varfærnari. Greiðslubyrðin á mánuði (af öllum lánum) með vöxtum ætti ekki að fara yfir 25% launum fyrir skatta. Heildarlánið ætti ekki að vera hærra en á bilinu tvö- til þreföld árslaun. Eignastaða getur breytt þessari tölu, en þetta er einfalt viðmið.
Einstaklingur | ||
Mánaðarlaun fyrir skatta | 600.000 | |
Árslaun | 7.200.000 | |
Heildarlán | 15-20 milljónir | |
Greiðslubyrði af 25 ára láni | 20 | milljónir |
Á mánuði óverðtryggt | 183 | þús. kr. |
Greiðslubyrði af 25 ára láni | 15 | milljónir |
Á mánuði óverðtryggt | 138 | þús. kr. |
Hjón | ||
Mánaðarlaun fyrir skatta | 1.000.000 | |
Árslaun | 12.000.000 | |
Heildarlán | 25-35 milljónir | |
Greiðslubyrði af 25 ára láni | 35 | milljónir |
Á mánuði óverðtryggt | 321 | þús. kr. |
Greiðslubyrði af 25 ára láni | 25 | milljónir |
Á mánuði óverðtryggt | 229 | þús. kr. |
Taflan sýnir viðmiðunartölur og greiðslubyrði. Miðað við 7% vexti af óverðtryggðu láni. Verðtryggt lán lækkar greiðslubyrðina fyrst, en dreifir henni á lengri tíma.