Margur borgar skuld með skuld

Jóhanna Sigurðardóttir talaði allan sinn stjórnmálaferil mikið um hve mikið skuldir heimila hefðu aukist, svo oft að ekki var lagt við hlustir þegar þær voru orðnar hættulega miklar.

Upp úr aldamótum sögðu snillingar á hlutabréfamarkaði að það þyrfti „að láta peningana vinna“ og skuldsettar yfirtökur urðu reglan. Víkingarnir voru alltaf í skilum, því að sífellt var lengt í lánum og skuld borguð með skuld.

Fasteignaverð hækkaði mikið upp úr 2004 og einstaklingar festu fé í mjög dýru húsnæði. Skyndilega datt botninn úr markaðinum og menn sátu eftir með háar skuldir en eignirnar höfðu lækkað um tugi prósenta. Ráðstöfunartekjur jukust á þessum tíma að raunvirði meðan heimilin skuldsettu sig. Þannig var hluti af góðærinu fjármagnaður með lánum.

Á línuritinu sést hve mikil aukningin var.

Skuldir heimila og fyrirtækja
Skuldir heimila og fyrirtækja sem hlutfall af VLF 2003-18. Heimild: Seðlabanki Íslands

Myndin sýnir að skuldastaða bæði heimila og fyrirtækja hefur batnað mikið eftir hrun og skuldir hafa markvisst verið greiddar niður. Nú virðist lágmarki vera náð og skuldirnar gætu farið að aukast á ný. Því er rétt að hafa varan á þó að við séum utan hættusvæðis. Samt er rétt að hafa í huga að það er hættulegt að hrópa of oft „skuldir, skuldir“ því að þá er hætt við að enginn hlusti þegar allt er komið í óefni.


Mynd: Geir Ólafsson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.