Hvaða þingmenn fá mest?

Alþingi birti nú nýverið upplýsingar um allar greiðslur til allra þingmanna frá árinu 2007 fram á daginn í dag. Innifalið er þingfararkaup, fastar greiðslur vegna búsetu og aðrar greiðslur, til dæmis vegna akstur, flugferða og síma.

Inni í tölunum eru ekki ráðherralaun og ýmiss kostnaður vegna ráðherra heldur aðeins sá kostnaður sem Alþingi greiðir vegna þingmanna.

Það er fróðlegt að kanna af hvaða þingmönnum er mestur heildarkostnaður hvert ár. Í töflunum hér á eftir sjást greiðslur til þeirra fimm sem mestar greiðslur hafa þegið þessi ár. Yfirleitt eru þetta landsbyggðarþingmenn og í flestum tilvikum kemst forseti Alþingis á lista yfir fimm efstu, en forseti Alþingis hefur sömu laun og ráðherra.

Einnig er rétt að benda á að formenn flokka fá hærri greiðslu en almennir þingmenn séu þeir ekki ráðherrar.

Í ljós kemur að þingmenn Norðaustur-kjördæmis eru oft ofarlega á blaði. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks var efst árið 2007. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er tvö ár greiðslukóngur, árin 2008 og 2018. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, trónir á toppnum í þrjú ári í röð, 2009 til 2011. Þuríður Bachmann, þingmaður VG, fær mestar greiðslur árið 2012, Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, er efstur árin 2013 og 2015, Einar Guðfinnsson Sjálfstæðisflokki er efstur árin 2014 og 2016 og árið 2017 fær Sigurður Ingi Jóhannsson mest í sinn hlut.

Eins og sjá má eru konur aðeins tvisvar í efsta sæti, en undanfarin ár hafa nokkrar konur verið í fimm efstu sætum og árið 2018 eru þrjár konur í fimm efstu sætum, þær Þórunn Egilsdóttir úr Framsókn, og VG konurnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er í öðru sæti undanfarin tvö ár.

Mikið hefur verið talað um launahækkun þingmanna og segja má að úrskurður Kjararáðs hafi spillt mjög andrúmslofti á vinnumarkaði. Því er fróðlegt að skoða hvernig hæstu greiðslur hafa þróast á föstu verðlagi ársins 2018.

Þá sést að greiðslurnar hafa farið hækkandi að raungildi frá árinu 2009, en laun þingmanna voru lækkuð eftir Hrun, en hafa enn ekki náð sama verðgildi og árin 2007 til 2008. Kaupmáttur þeirra hefur aukist um nálægt 25% frá lægsta gildi, en rýrnað um tæplega 10% frá árinu 2008. Rétt er að vekja athygli á því að talað er um hæsta gildi, ekki meðaltal.

Hæstu greiðslur til þingmanna

Hæstu heildargreiðslur til þingmanna árin 2007 til 2018 á verðlagi hvers árs. (Áætlun 2018) Heimild:althingi.is

2007 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Arnbjörg Sveinsdóttir 16,5 Sjálfstæðis NA
2 Steingrímur J. Sigfússon 15,2 VG NA
3 Kristinn H. Gunnarsson 14,6 Frjálslyndir NV
4 Einar Már Sigurðarson 14,0 Samfylking NA
5 Sturla Böðvarsson 13,2 Sjálfstæðis NV Forseti
2008 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Steingrímur J. Sigfússon 18,6 VG NA
2 Sturla Böðvarsson 17,2 Sjálfstæðis NV Forseti
3 Einar Már Sigurðarson 16,5 Samf. NA
4 Arnbjörg Sveinsdóttir 16,3 Sjálfstæðis NA
5 Kristinn H. Gunnarsson 16,3 Frjálsl. NV
2009 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Árni Johnsen 15,4 Sjálfstæðis SU
2 Höskuldur Þórhallsson 14,4 Framsókn NA
3 Þuríður Backman 13,6 VG NA
4 Kristján Þór Júlíusson 13,5 Sjálfstæðis NA
5 Einar K. Guðfinnsson 13,4 Sjálfstæðis NV
2010 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Árni Johnsen 16,1 Sjálfstæðis SU
2 Sigmundur Ernir Rúnarss 14,6 Samf. NA
3 Björn Valur Gíslason 14,4 VG NA
4 Ásmundur Einar Daðas 14,2 VG NV
5 Ásta R. Jóhannesdóttir 14,2 Samf. REY Forseti
2011 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Árni Johnsen 15,8 Sjálfstæðis SU
2 Ragnheiður E. Árnadóttir 15,6 Sjálfstæðis SU
3 Sigmundur Ernir Rúnarss 15,2 Samf. NA
4 Gunnar Bragi Sveinsson 15,1 Framsókn NV
5 Kristján L. Möller 14,7 Samf. NA
2012 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Þuríður Backman 19,1 VG NA
2 Gunnar Bragi Sveinsson 19,1 Framsókn NV
3 Sigmundur Ernir Rúnarss 18,7 Samf. NA
4 Árni Johnsen 18,0 Sjálfstæðis SU
5 Ásta R. Jóhannesdóttir 17,8 Samf. REY Forseti
2013 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Höskuldur Þórhallsson 19,7 Framsókn NA
2 Einar K. Guðfinnsson 18,8 Sjálfstæðis NV Forseti
3 Ásmundur Einar Daðas 17,3 Framsókn NV
4 Unnur Brá Konráðsdóttir 17,0 Sjálfstæðis SU
5 Árni Páll Árnason 16,8 Samf. SV
2014 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Einar K. Guðfinnsson 21,5 Sjálfstæðis NV Forseti
2 Höskuldur Þórhallsson 19,3 Framsókn NA
3 Valgerður Gunnarsdóttir 18,3 Sjálfstæðis NA
4 Ásmundur Einar Daðas 17,9 Framsókn NV
5 Unnur Brá Konráðsdóttir 17,0 Sjálfstæðis SU
2015 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Höskuldur Þórhallsson 22,3 Framsókn NA
2 Einar K. Guðfinnsson 20,9 Sjálfstæðis NV Forseti
3 Valgerður Gunnarsdóttir 20,2 Sjálfstæðis NA
4 Þórunn Egilsdóttir 18,5 Framsókn NA
5 Árni Páll Árnason 18,0 Samf SV
2016 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Einar K. Guðfinnsson 22,9 Sjálfstæðis NV Forseti
2 Þórunn Egilsdóttir 21,7 Framsókn NA
3 Valgerður Gunnarsdóttir 21,7 Sjálfstæðis NA
4 Höskuldur Þórhallsson 19,8 Framsókn NA
5 Lilja Rafney Magnúsd. 19,1 VG NV
2017 Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Sigurður Ingi Jóhannsson 26,0 Framsókn SU
2 Logi Einarsson 25,6 Samf. NA
3 Unnur Brá Konráðsdóttir 25,0 Sjálfstæðis SU Forseti
4 Steingrímur J. Sigfússon 24,0 VG NA
5 Þórunn Egilsdóttir 23,3 Framsókn NA
2018 (11 mán) Greiðslur (millj) Flokkur Kjörd.
1 Steingrímur J. Sigfússon 22,6 VG NA Forseti
2 Logi Einarsson 22,0 Samf. NA
3 Þórunn Egilsdóttir 20,0 Framsókn NA
4 Bjarkey Olsen Gunnarsd. 19,6 VG NA
5 Lilja Rafney Magnúsd. 19,3 VG NV

2 comments

  1. Talandi um stöðugleika í þjóðfélaginu. Þetta er skelfilegt að sjá, þetta jaðrar við óðaverðbólgu.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.