Hvað fá þingmenn mikið 2018 – og hver hefur þróunin verið?

Fyrir nokkrum dögum birti ég greiðslur til þeirra fimm þingmanna sem hæstar greiðslur hafa fengið frá Alþingi ár hvert undanfarin 12 ár. Í dag birti ég áætlaðar greiðslur til þingmanna árið 2018 miðað við yfirlit á vef Alþingis. Ég bætti við launum í desember og áætlaðri desemberuppbót. Það vekur athygli að ráðherrar eru neðarlega á listanum, en þeir fá um 600 þúsund krónum meira í mánaðarlaun (og forsætisráðherra um 800 þúsund krónum meira) en almennir þingmenn. Þeir fá kostnað við ferðalög greiddan af ráðuneytum sínum og eru með bíl og bílstjóra.

Rétt er að leggja áherslu á að hér er um að ræða heildargreiðslur frá Alþingi, þar með talin laun.

Liðirnir flokkast sem hér segir: Fastur ferðakostnaður í kjördæmi, húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla, ferðir með bílaleigubíl, flugferðir og fargjöld innan lands, annar ferðakostnaður utan lands, dagpeningar, flugferðir utan lands, gisti- og fæðiskostnaður utan lands, álag á þingfararkaup, laun (þingfararkaup) og fastur starfskostnaður. Mörgum þessum liðum, en ekki öllum, fylgir beinn útlagður kostnaður, t.d. vegna flugferða og hótela á fundum erlendis.

Listinn fylgir hér á eftir, en áður en að honum kemur sýni ég hvernig meðalgreiðslur til þingmanna (í milljónum króna á mánuði) hafa þróast undanfarin 12 ár á föstu verðlagi.

Meðalgreiðslur til þingmanna á mánuði 2007-18

Þessi mynd sýnir að greiðslurnar sveiflast talsvert frá ári til árs,  milli einnar milljónar króna á mánuði og einnar og hálfrar, og hafa almennt farið hækkandi, en það er vel þekkt að þingfararkaup var hækkað með úrskurði kjararáðs í október 2016, eins og rækilega hefur verið tíundað.

Önnur mynd kom mér meira á óvart. Ég reiknaði hvernig greiðslurnar hefðu breyst frá árinu 2007 sett sem 100. Þær hafa vissulega hækkað að raunvirði, en þó ekki nema um 13% m.v. árið 2018, en 23% m.v. árið 2017. Rétt er að undirstrika að greiðslur vegna 2018 byggja á áætlun að hluta, en vissulega læðist að manni grunur um að aukið gagnsæi varðandi greiðslurnar valdi því að úr þeim dragi.

Kaupmáttur þinggreiðslna

Á myndinni sýni ég líka þróun vísitölu launa á vinnumarkaði. Í ljós kemur að þróunin er mun líkari en ætla mætti af umræðum um launakjör þingmanna. Ef tekið er meðaltal árin 2017-18 hafa greiðslur til þingmanna hækkað um 18% að raunvirði frá 2007, en laun á vinnumarkaði um 23,5%. Þessar tölur ættu að vera innlegg í umræðuna um kjör alþingismanna.

Á árinu 2018 stefnir í að greiðslur til þingmanna verði sem hér segir (desember áætlaður):

2018
1 Steingrímur J. Sigfússon 25,0
2 Logi Einarsson 24,5
3 Þórunn Egilsdóttir 22,2
4 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 21,7
5 Lilja Rafney Magnúsdóttir 21,4
6 Þorgerður K. Gunnarsdóttir 21,1
7 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 20,9
8 Líneik Anna Sævarsdóttir 20,2
9 Inga Sæland 20,1
10 Njáll Trausti Friðbertsson 19,7
11 Guðjón S. Brjánsson 18,6
12 Páll Magnússon 18,4
13 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir 18,3
14 Anna Kolbrún Árnadóttir 18,2
15 Oddný G. Harðardóttir 18,1
16 Halla Signý Kristjánsdóttir 18,0
17 Ásmundur Friðriksson 17,3
18 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 17,3
19 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir 17,1
20 Vilhjálmur Árnason 17,1
21 Rósa Björk Brynjólfsdóttir 17,0
22 Sigurður Páll Jónsson 16,8
23 Bryndís Haraldsdóttir 16,6
24 Ari Trausti Guðmundsson 16,5
25 Brynjar Níelsson 16,4
26 Ólafur Ísleifsson 16,2
27 Gunnar Bragi Sveinsson 16,2
28 Birgir Þórarinsson 16,2
29 Bergþór Ólason 16,2
30 Silja Dögg Gunnarsdóttir 16,1
31 Haraldur Benediktsson 16,1
32 Smári McCarthy 16,0
33 Hanna Katrín Friðriksson 15,7
34 Karl Gauti Hjaltason 15,5
35 Þorsteinn Sæmundsson 15,4
36 Kolbeinn Óttarsson Proppé 15,3
37 Jón Þór Ólafsson 15,3
38 Helga Vala Helgadóttir 15,3
39 Birgir Ármannsson 15,3
40 Steinunn Þóra Árnadóttir 15,1
41 Ólafur Þór Gunnarsson 15,1
42 Willum Þór Þórsson 15,0
43 Óli Björn Kárason 14,9
44 Jón Gunnarsson 14,9
45 Ágúst Ólafur Ágústsson 14,9
46 Halldóra Mogensen 14,8
47 Guðmundur Andri Thorsson 14,8
48 Kristján Þór Júlíusson 14,7
49 Ásmundur Einar Daðason 14,7
50 Þorsteinn Víglundsson 14,6
51 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14,1
52 Sigurður Ingi Jóhannsson 14,1
53 Andrés Ingi Jónsson 13,6
54 Guðmundur Ingi Kristinsson 13,5
55 Jón Steindór Valdimarsson 13,3
56 Björn Leví Gunnarsson 13,3
57 Katrín Jakobsdóttir 12,7
58 Svandís Svavarsdóttir 12,7
59 Sigríður Á. Andersen 12,7
60 Lilja Alfreðsdóttir 12,7
61 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 12,7
62 Guðlaugur Þór Þórðarson 12,7
63 Bjarni Benediktsson 12,7
64 Helgi Hrafn Gunnarsson 12,2

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.