Hvað er gott gengi?

Hvort er betra að gengi krónunnar sé veikt eða sterkt? Það er spurningin sem flestir vilja vita svarið við. Þeir sem halda að gott sé að hafa gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi segja að það skipti engu, krónan lagi sig einfaldlega að því gengi sem best hentar.

Í gamla daga höfðu þeir sem stunduðu viðskipti áhyggjur af því að eðalmálmar sem notaðir voru í gjaldmiðla, gull og silfur, væru úr hreinum málmi. Einn frægasti vísindamaður sögunnar, Arkímedes, áttaði sig á því einu sinni þegar hann fór í bað að líkami hans ruddi frá sér vatni sem hafði nákvæmlega sama rúmmál og líkami hans. Það sem meira var, með þessu móti var hægt að staðfesta hvort kóróna væri úr skíragulli eða blönduð ódýrari málmi.

Þegar Arkímedes uppgötvaði þetta er hann sagður hafa hlaupið nakinn um götur Sýrakúsu hrópandi Eevreka! Evreka! (εὕρηκα, εὕρηκα) eða „Ég hef fundið það! Ég hef fundið það!“ 

Á Íslandi hlaupa stjórnmálamenn ekki um berrassaðir nema í óeiginlegri merkingu, en gengisfelling er eins og blöndun á eðalmálmi. Nema í þetta skipti er stolið frá almúganum og fært til þeirra ríku.

Ég kannaði með tölfræðinálgun við hvaða raungengi krónunnar hagvöxtur væri mestur. Á mannamáli, hvenær framleiðir þjóðin mest? Raungengi mælir hve mikið hægt er að kaupa fyrir krónur í útlöndum. Að undanförnu hefur raungengið verið hátt og auðvelt að ferðast.

Nú þegar gengið fellur er minna hægt að kaupa. Raungengi hefur lækkað úr um 100 í tæplega 90. Athuganir benda til þess að það sé ágætt gengi. Hagvöxtur er mestur að jafnaði þegar gengið er á þeim slóðum, en minnkar ef það hækkar eða lækkar mikið. Þess vegna er það mikilvægt fyrir bæði fyrirtæki og launþega að hafa stöðugt gengi á þessum slóðum.

Niðurstaðan kemur ekki á óvart. Best er að hafa stöðugt gengi og það yrði best tryggt með tenginu við annan gjaldmiðil, eða það sem best væri, upptöku evru.

Fundinn er besti annars stigs ferill sem sýnir hagvöxt sem fall af raungengi. Fylgnistuðullinn við þennan feril er ágætlega hár (r um 0,7)  eða fervik um 0,51. Þetta þýðir að raungengi skýrir 51 af hagvexti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.