Lífeyrisréttur karla meiri en kvenna

Ég skoðaði að gamni meðallaunabreytingar frá árinu 1993. Við fyrstu sýn gætu niðurstöðurnar virst svakalegar, en ekki er allt sem sýnist.

Á heimasvæði Ríkisskattstjóra má fá gögn í slíka útreikninga á föstu verðlagi ársins 2017. Niðurstöðurnar er auðvelt að rangtúlka með ýmsum hætti. Leggja ber áherslu á að þarna er talað um alla framteljendur, hvort sem þeir eru á vinnumarkaði eða ekki.

Það sem er sláandi við myndina er að karlar í sambúð hafa að meðaltali miklu hærri laun en bæði konur í sambúð og einhleypt fólk.

Atvinnuþátttaka karla er samt miklu meiri en kvenna, þannig að þetta eitt og sér sýnir ekki kerfisbundinn launamun kynja. Auk þess virðast kannanir benda til þess að karlar vinni fleiri vinnutíma að jafnaði en konur.

Eigi að síður leiðir þessi munur til þess að lífeyrisréttindi karla eru að jafnaði mun meiri en réttindi kvenna, þannig að þó að kynbundinn launamunur væri enginn, en atvinnuþátttaka kvenna minni en karla standa kynin ekki jafnt á efri árum.

Hjá einhleypum er munurinn miklu minni. Einhleypir eru að meðaltali yngri en þeir sem eru í sambúð og oft í skóla. Þó að karlar séu enn með heldur hærri framtalin laun að meðaltali hefur munurinn minnkað eftir hrun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.