Í fullu fjöri yfir áttrætt?

Í fyrradag skrifaði ég um hve óeðlilegt og vitlaust það væri að hætta við að ráða fólk í vinnu, vegna þess að það hefði náð ákveðnum aldri. Nú ákvað ég að hætta mér lengra í vangaveltur um hver gæti verið „eðlilegur“ eftirlaunaaldur. Ég byrjaði árið 1918 og gaf mér að þá hefði verið eðlilegt að fólk héldi starfsþreki til 65 ára aldurs. Auðvitað hefði verið hægt að miða við annan aldur, til dæmis sjötugt, sem virðist í hugum margra vera hinn heilagi eftirlaunaaldur. Árið 1918 höfðu aðeins 3,5% landsmanna náð sjötugu, en um 7% þeirra 65 ára eða eldri.

Ég hugsa sem svo: Miðað við að ævin hefur lengst og heilsan batnað er ekki óeðlilegt að þjóðfélagið segi: Elstu 7% þjóðarinnar eiga að vera á eftirlaunum. Sumir missa heilsu fyrr og aðrir síðar, en nú erum við að reikna almennan eftirlaunaaldur.

Á línuritinu sést að þessi reiknaði eftirlaunaaldur breyttist ekki mikið fram yfir seinni heimstyrjöldina, en hækkar svo nánast stöðugt. Aldurinn hækkar úr um 65 árum árið 1918 í 67,2 ár árið 1970 og stæði nú í 72,9 árum. Eftir hálfa öld væri eftirlaunaaldurinn kominn vel yfir áttrætt.

Þjóðfélagsgerðin hefur breyst. Hvers vegna höldum við enn í gömlu viðmiðin?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.