Kaupþankar og eftirþankar

Í hvert skipti sem ég les um Hrunið velti ég fyrir mér: Hvernig gat þetta gerst? Ég kannast við marga þeirra sem voru í lykilhlutverkum og er viss um að fæstir þeirra ætluðu sér að að brjóta af sér. Þetta var upp til hópa geðugt fólk sem var komið í óvenjulega aðstöðu.

Það er þekktað við öfgakenndar aðstæður gerir fólk hluti sem því dytti að jafnaði aldrei í hug. Útrásin var öfgatími. Margir fylgdu reglunni: Við höldum leiknum áfram meðan dómarinn flautar ekki.

Á endanum hittu sumir dómara sem ekki var í stuttbuxum heldur svartri skikkju.

Dómskerfið er leið réttarríkisins til þess að ákveða hvað er refsivert og hvað ekki. Það er alvarlegt mál þegar fjölmiðlar, alþingismenn eða fyrrverandi dómarar draga markvisst úr trausti almennings á dómstólum.

Nokkur dæmi úr Kaupthinking um hvernig fjármálakerfið var:

Það mátti nefnilega fella krónuna með handafli til að græða á því. (bls. 257)

Snyrtilegir menn í jakkafötum sem skömmu áður höfðu … verið kallaðir snillingar stóðu nú frammi fyrir því að vera opinberaðir sem glæpamenn. (bls. 282)

Fæstir, ef nokkrir, virðast telja sig hafa gert nokkuð rangt. (bls. 325)

Þannig var það.

Hefur mannlegt eðli breyst?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.