Loksins, loksins, er komin bók sem er ekki bara sem svipmynd eða ágiskun heldur sem heildstæð frásögn af atburðum í Hruninu. Kaupthinking er vissulega bara saga Kaupþings en sýnir þá svikamyllu sem viðgekkst þegar Ísland ætlaði að leggja fjármálaheiminn að fótum sér. Þórður Snær Júlíusson hefur séð ýmis áður óbirt skjöl, tölvupósta, hleruð samtöl, yfirheyrslur og greinargerðir. Úr verður samfelld saga banka sem byggði á falsi frá fyrsta degi.
Það kemur enginn vel frá sögunni. Stjórnendur og eigendur bankans notuðu hann sem prívat sparibauk. Hver fléttan rak aðra til þess að fela slóðir. Endurskoðendur sögðu að allt væri í himnalagi meðan bankinn riðaði til falls. Fjölmiðlar voru ógagnrýnir og margir þeir sterkustu voru málgögn aðalleikara í gleðileiknum sorglega. Stjórnmálamenn koma ekki mikið við sögu, en þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson ríða hvorugur feitum klár frá frásögninni þó með gjörólíkum hætti sé.
Ég hef lesið á annan tug bóka um Hrunið og ég var límdur viðbókina frá því að ég keypti hana í gærkvöldi þar til ég lauk lestri um hádegi ídag. Kaupthinking er bók sem allirverða að lesa sem vilja læra af hamförum af mannavöldum, en það þarf að segja Hrunsögunaalla með sama hætti.
Sjá einnig: KAUPÞANKAR OG EFTIRÞANKAR