Erlendis eru leiðandi hagvísar eitt af þeim tækjum sem nýtter til þess að meta horfur í hagkerfinu. Seðlabankinn gefur út Hagvísa fjórum sinnum á ári þar sem birtar eru afar gagnlegar tölur fyrir þá sem hafa áhuga áað sjá veik- eða styrkleikamerki í hagkerfinu. Útgáfudagar voru áður miklu fleiri,en hefur verið fækkað, að mér skilst vegna fárra áhugasamra lesenda.
Því er það ánægjulegt að fyrirtækið Analytica hefur í allmörg ár birt niðurstöðu sína um leiðandi hagvísa mánaðarlega. Vísitalan er að sögn fyrirtækisins reiknuð á grundvelli sömu aðferðafræði og annars staðar þar sem sambærilegar vísitölur eru reiknaðar en sérstaklega er tekið mið af verklagi OECD.
Vísitalan hefur verið neikvæð níu mánuði í röð. Í sjálfu sérer það ekki sérstök frétt núna að þunglega horfi í efnahagsmálum. En það hefði hjálpað mörgum, sérstaklega almenningi, ef þessi vitneskja hefði verið á almannavitorði allt árið.

Sumir tala um að þeir sem benda á tölulegar staðreyndir tali eitt og annað niður. Þetta var líka sagt fyrir hrun þegar einhver benti á að veislan gæti ekki varað endalaust. Analytica spáir ekki öðru hruni, en segir að við þurfum að búast við lakara ári en við höfum vanist að undanförnu.