Kista, full af gulli. Um ljóð Völu Hafstað

Ég keypti um daginn nýju ljóðabókina eftir Völu Hafstað, frænku mína. Ég var búinn að hugsa mér það lengi, en hafði ekki átt neitt erindi í bæinn annað. Á laugardaginn var gerði ég mér það að erindi að kaupa þessa bók, Eldgos í aðsigi.

Vala gaf áður út bók fyrir nokkrum árum. Hún var ljóðabók eins og Eldgosið, en allt annars konar bók. News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News, heitir hún. Hún er eins og nafnið bendir til sprottin upp úr fréttum, en hún byggir fyrst og fremst á því hve gott vald Vala hefur á ensku. Vala skrifaði dálka í Iceland Review í bundnu máli. Ég beið alltaf spenntur eftir því að eitthvað nýtt kæmi frá henni, því kímnin og orðkyngin er slík.

Hér eru svör frá okkar ástkæra forsætisráðherra árið 2015 (þáverandi ráðherra auðvitað) í búningi Völu.

Political work is my calling.

In polls, though, I’m falling and falling.

But polls, as we know, have that swing.

I tell you, they don’t mean a thing.

 

The voters all need to be trusting.

Instead, they’ve been really disgusting.

They call me dishonest and fake.

I say to them, “Give me a break!”

Ég birti ljóðið í heild hér neðan við pistilinn. Ekki veit ég hvort Völu finnst létt að yrkja, þeir sem eru bestir ganga þannig frá hlutunum að snilldin virðist áreynslulaus. En það komu alltaf ný ljóð.

Þegar fyrri bókin kom út skrifaði einhver á FB hvort Vala ætlaði ekki að þýða ljóðin á íslensku. Augljóslega einhver sem ekki hafði lesið þau og vissi ekki hve stór hluti af þeim enska tungumálið er. Í útlöndum er maður alltaf útlendingur, sama hversu lengi maður býr þar, en Vala hefur  náð afar góðum tökum á enskunni, sem þess vegna virðist leika á tungubroddinum á henni.

Nú eru ljóðin bæði á íslensku og ensku. Væntanlega fyrst ort á íslensku, þó að ég hafi ekki hugmynd um það. Þessi ljóð eru persónuleg, Vala segir frá sínum tilfinningum og upplifunum. Hún gerir grín að sjálfri sér, vandræðaleg atvik verða spaugileg, en þó er í ljóðunum alvarlegur undirtónn. Sum eru alvarleg eins og Frelsi.

Það tók hana áratugi

að komast úr búrinu

því hún kom ekki auga á það

Hún segir líka frá því hvernig það er að hverfa úr samfélaginu í 30 ár og snúa svo til baka og skilja ekki það sem allir vita. Ég lenti í þessu sjálfur að þekkja ekki lög sem allir kunna, vita ekki hvað Brunaliðið er (eða hét hljómsveitin eitthvað annað?). Týndu árin mín voru samt bara sjö en ekki 30. Um daginn leið mér svona aftur. Kim Larsen er dáinn, sagði einhver. Eða kannski las ég það. Ég veit ekki hvort hann varð vinsæll á þessum týndu árum, en ég gæti ekki unnið mér það til lífs að nefna eitt einasta lag eftir hann. Þegar hann var nefndur kom að vísu mynd upp í hugann, en það reyndist vera allt annar Dani, Dirk Passer. Svo sé ég að hann er ekki einu sinni unglingastjarna heldur gamall karl. Svona tapar maður af því sem öðrum finnst stórkostlegt og sumir voru gráti næst.

Vala lýsir þessu í ljóðinu Aftur til sögunnar:

… og ég skildi ekki allt

sem þið sögðuð

þekkti ekki persónurnar

sem þið töluðuð um

hafði sleppt svo mörgum köflum …

Vala á auðvelt með að bregða upp myndum, hvort sem það er af nágrannanum sem heyrir ekki fuglasönginn vegna þess að hann er með heyrnartól í eyrunum, eða konunni sem var óttaslegin að skilja barnið sitt eftir hjá þessari skrítnu útlensku konu sem kom til dyra með búrhníf í hendi.

Ljóð eru knappt form og vandmeðfarið. Eldgos í aðsigi er gjörólík News Muse, en hún skilur meira eftir sig. Fleiri ættu að bregða undir sig betri fætinum og skjótast í bókabúðina og kaupa Eldgosið. Það er bæði erfitt og gaman að lesa hana, en hún var þess virði. Því eins og segir í fyrsta ljóðinu:

sama hvernig sem á það er litið

þá færðu hana á góðu verði


Ljóðið An Interview with the PM birtist á vef Iceland Review 26. júní árið 2015. Það fangar vel tíðarandann þá. Okkar Trump tíð.

An Interview with the PM

Political work is my calling.

In polls, though, I’m falling and falling.

But polls, as we know, have that swing.

I tell you, they don’t mean a thing.

 

The voters all need to be trusting.

Instead, they’ve been really disgusting.

They call me dishonest and fake.

I say to them, “Give me a break!”

 

I only see Oddsson quite rarely.

I know where he lives, but just barely.

To ask if I seek his advice

Is simply not tactful or nice.

 

And Grímsson invites me for coffee.

He offers me chocolate and toffee.

I’m trying so hard to lose weight.

There’s always too much on my plate.

 

We’re working on healthcare and housing;

My speeches on those have been rousing.

We feel all your trouble and pain.

Our prayers will not be in vain.

 

Let’s pray that our nurses will stay here

No matter how poorly we pay here.

A hospital cannot come quick.

We pray that we’ll never get sick.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.