You Really Got a Hold on Me. Bítlalög 36-60.

Hér kemur fyrsti raðaði hlutinn af bestu bítlalögunum mínum. Guðmundur Andri birti sinn lista loksins í morgun, lög 60 til 51 og hverju lagi fylgdi löng ritgerð þannig að mig grunar að hann hafi ætlað að gera listann að bók. Ég veit ekki svona mikið um öll lögin, hvað þá að ég geti sagt hvaða áhrif þau höfðu á samfélagið, þannig að ég fylgi listanum bara úr hlaði með nokkrum orðum.

Núna þegar ég virði listann fyrir mér sé ég að flest lögin á þessum hluta hans eru af fyrstu plötunum. Ég á engar sérstakar minningar um flest þeirra, nema um skemmtilega tíma og oft mikið fjör. Sum lögin heyrði ég ekki mikið fyrr en ég var kominn í menntaskóla, löngu eftir að þau komu út.

Lagið í 60. sæti er svona „guilty pleasure“ lag. Enginn viðurkennir að honum finnist Your Mother Should Know flott, en satt að segja finnst mér öll lögin á Magical Mystery Tour skemmtileg. Tvöföld 45 snúninga plata var líka skemmtileg nýjung, svo ekki sé talað um múnderinguna á hljómsveitarmönnum. Maður las að myndin hefði verið algjör flopp, en lögin eru frábær.

Elstu lögin eru flest miklu einfaldari en þau sem voru á seinni plötunum, en það er einmitt það sem gerir þau skemmtileg og flott. Seinna voru þeir, kannski aðallega Paul, komnir í að semja lög sem áttu að fanga ákveðna stemningu, til dæmis upphafslögin Sgt. Peppers, Magical Mystery Tour og Back in the USSR.

36 Happiness Is a Warm Gun 1968
37 And Your Bird Can Sing 1966
38 And I Love Her 1964
39 Day Tripper 1965
40 Good Day Sunshine 1966
41 I Wanna Be Your Man 1963
42 I’m Looking Through You 1965
43 You’re Going to Lose That Girl 1965
44 Lucy in the Sky with Diamonds 1967
45 Mother Nature’s Son 1968
46 Back in the U.S.S.R. 1968
47 I’m a Loser 1964
48 I’ve Just Seen a Face 1965
49 You Really Got a Hold on Me 1963
50 She’s a Woman 1964
51 You’ve Got to Hide Your Love Away 1965
52 If I Fell 1964
53 All I’ve Got to Do 1963
54 Run for Your Life 1965
55 Baby’s in Black 1964
56 Any Time at All 1964
57 It Won’t Be Long 1963
58 Please Please Me 1962
59 I’m Happy Just to Dance with You 1964
60 Your Mother Should Know 1967f

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.