Bækurnar á náttborðinu – júlí 2018

Um daginn var ég spurður að því hvort ég væri týpan sem gæti ekki hætt að lesa bók sem ég er byrjaður á. Svarið við því er nei, ég klára alls ekki allar bækur sem ég byrja á. Ég byrja ekki á öllum bókum sem ég á eða fæ og stundum byrja ekki á byrjuninni, heldur einhvers staðar inni í miðri bók, klára hana og les svo aftur fram að miðju.

Vissulega hef ég gaman af því að lesa góðar bækur, en líka að handfjatla fallegar bækur og anda að mér ilminum af nýjum bókum. Þess vegna kom það mér á óvart hve auðvelt ég á með að lesa rafbækur. Ég sé að margir fordæma það útgáfuform, en ég held að þeir séu margir í svipuðum sporum og ég þegar ég var strákur. Þá fannst mér egg og ostur ekki góður matur, enda hafði ég hvorugt smakkað.

Rafbækur hafa ýmsa kosti. Það er auðvelt að fletta upp í þeim og fyrst og fremst taka þær afar lítið pláss. Mér finnst ágætt að nota Kindilinn minn, en ég á líka auðvelt með að lesa í símanum og hef komist þannig í gegnum margan doðrantinn. Ég keypti einu sinni heildarsafn Marks Twains á einn dal (eða þar um bil). Hugsaði með mér að ekki væri miklum fjármunum kastað á glæ. Líklega hef ég lesið að minnsta kosti sjö bækur úr þessu safni.

Eins og flestir (nú giska ég, því að ég veit auðvitað lítið um það) les ég fremur í rúminu en annars staðar. Af einhverjum ástæðum hef ég tamið mér það að safna bókum saman á náttborðið mitt og þar hvíla þær lengi, jafnvel löngu eftir að ég er búinn að lesa þær. Auðvitað getur það verið hættulegt þegar stafinn er orðinn mjög hár, en ég er áhættufíkill.

Fyrir löngu datt mér í hug að ég gæti skrifað eitthvað um allar bækurnar á náttborðinu, en bæði tæki það mjög langan tíma og svo eru lesendur bókargreina ekkert ofsalega margir. Niðurstaðan varð að birta eina til tvær setningar úr hverri bók. Ég ákvað að velja setningar sem byrja á um það bil 4. til 5. línu á blaðsíðu 55 í hverri bók. Stundum varð ég aðeins að hnika því til þannig að full hugsun fengist, en oftast tókst þetta án hliðrunar. Hvers vegna þessi regla? Jú, ég er fæddur 4. 5. 55.

Niðurstaðan er hér á eftir. Mér kom á óvart hve oft setningarnar gefa góða mynd af efni bókanna. Maður getur líka oft getið sér til um hvort bækurnar muni vera áhugaverðar eða ekki af þessu stutta sýnishorni.

Ég er búinn að lesa átta af þessum bókum, í fjórum hef ég lesið meirihlutann. Í hinum hef ég flestum lesið nokkra kafla. Mér sýnist að það séu 3-4 sem ég hef nánast ekkert lesið í. Svo hef ég líka lesið aðrar bækur undanfarna mánuði, en þær eru annað hvort á lesbrettinu eða einhver annar hefur fengið þær í hendur.

Segir þessi bókalisti eitthvað um mig? Eflaust, en ég læt lesandanum eftir að dæma hvað það kann að vera.

Hefst svo lesturinn:

Má ekki bjóða þér eitt dramm til að taka úr þér hrollinn? Og hrollurinn er þarna vissulega og allt heimskautamyrkrið sem hafði fundið sér leið í gegnum öll skilningarvit og inn í sálina, og hvernig er þá hægt að neita sér um örlitla brjóstbirtu?

Einar Kárason: Stormfuglar. 2018

Það er sem ögurstund er við finnum tímans þunga nið og óvissu framtíðar.

Karl Sigurbjörnsson: Í helgum steini. 2018

Imfeld‘s project for the Matterhorn included a cable car to the Schwarzsee.

Beat P. Truffer: The history of the Matterhorn. 1990-2015

NEP er ákveðin stjórnunaraðferð öreigaríkis sem stillir svo til að séreignarvinnubrögð verði leyfð með þeim hætti að öll stjórn þeirra sé í höndum öreigaríkisins, þannig að baráttan stendur milli hinna samvirku og sérvirku meginafla með vaxandi hlutverki hinna samvirku afla um leið og sigur hinna samvirku afla á kostnað hinna sérvirku svo stéttamismunurinn hlýtur að þurrkast út, en grundvöllur skapast að samvirkum þjóðarbúskap.

Halldór Laxness: Í austurvegi. 1933, 1985

The floors of Goldman Sachs, the global investment banking institution in lower Manhattan, on the other hand, will be brightly lit, its elevators taking thousands of workers to their desks.

Seth Stephens Davidowitz: Everybody Lies. 2017

As for the new picture? The Doughnut, I discovered, has a role to play.

Kate Rawworth: Doughnut Economics. 2017

ég veit ekki lengur

hvar réttu orðin er að finna

hef þau hvorki á tilfinningunni

né takteinum, vil tæla þau fram

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Sumartungl. Annars konar ástand. 2016

And I stared in and realized for myself that there was considerable activity just below the surface.

Saul Bellow: Henderson the Rain King. 1958

Er þar bæði átt við beinar uppskriftir og fræðirit, sem hann lét aðra gera en bæði ritin í þessari bók eru orðin til fyrir áhrif frá honum.

Einar G. Pétursson: Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. 1998

Guðfræðingarnir fengu allt aðra meðferð. Þeir fengu, eins og einn guðfræðikennarinn orðaði það, skammt af risabaunum, en það þýddi að þeir voru hýddir með stuttum kósakkaólum úr leðri.

Sögur frá Rússlandi. Víj eftir Níkolaj Gogol. Þýðandi: Áslaug Agnarsdóttir. 1835, 2017

Í staðinn tók íslam að gegna veigameira hlutverki innan heimsveldisins.

Magnús Þorkell Bernharðsson: Mið-Austurlönd. 2018

Elin wirkte nicht sehr beglückt von dieser Wendung der Dinge, fügte sich aber in das Unfermeidbare.

Jón Helgi: Vom Wert der Dinge. Um gildi hlutanna. 2003

Each arm, as well as the panel in the back, was supported by a row of eight beautifully turned spindles.

Roald Dahl: Deception. 1947-1987

If ever love, as poets sing, delights to visit a cottage, it must be the cottage of an English peasant.

Washington Irving: The Legend of Sleepy Hollow and other tales. 1820, 1848, 2015.

Hér er m.a. átt við heimild þingsins til að setja reglur um skilyrði og skyldur þingmanna, sbr. 2. mgr. 223. gr. SSESB sbr. einnig 4. mgr. 228 gr. og 314. gr. SSESB.

Stefán Már Stefánsson: Evrópuréttur Lissabons-sáttmálinn með áherslu á fiski- og auðlindamál og ríkjasambandið. 2014

August la villig Penger op. Du taper, sa de. Synes dokker dette er að tape? svarte han.

Knut Hamsun: Men Livet lever. 1933, 1944

Hlutverk draumsins í Somnium Keplers hefur ekki vakið sérlega athygli fræðimanna sem fengist hafa við verk Keplers.

Skírnir. Jón Gunnar Þorsteinsson: Draumur Keplers. 2018

“Ben top bunk. Effie bottom,” he said.

Jamie Quatro: I want to Show you More. 2013

Frá vinstri var hrópað: „Við trúum þér ekki!“ En hægra megin var klappað ákaft.

John Reed: Tíu dagar sem skóku heiminn. Þýðing Þorvaldur Þorvaldsson. 1919, 2017.

Hugmyndirnar streymdu fram af alvöru og ákefð, svo mjög að hann neri saman höndum eða fitlaði við úrið eins og ósjálfrátt og leit öðru hvoru áhyggjufullur og afsakandi til nemenda, eins og hann væri að ofbjóða þeim.

Andvari. Gunnar F. Guðmundsson: Björn Þorsteinsson. 2017

Sú eina lifandi skepna, sem Helga af vissi, var lítill hundur sem hún átti og var hann henni til afþreyingar.

Íslenskar þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar. Sagan af Kolrössu krókríðandi. 1862, 2014.

þo eg ætte allt Alceri

og item Fenedi,

þad Gooss munde ecke gagna,

eg glæte sooad þui.

Jón Helgason: Úr landsuðri. Hvar fæ ég höfði hallað? 1939

‘Oh, no no, no. We‘re writing the buy side here. You may want to write the sell side out there.’

Dan G. Stone: April Fools.1990

He spoke of the businessman who once called him to ask him to stop drawing him the way he used to look, now that he bought new glasses and had his protruding teeth fixed, but Mallarino kept drawing him the same way: wasn’t it unfair?

Juan Gabriel Vásquez: Reputations. Þýðing Anne Mclean. 2013, 2016.

Ég settist eins og fyrri daginn í bænhúsinu, sem hætt er að nota, en þar er ágætur gististaður fyrir ferðalang eins og mig, og svo notar Eyjólfur, vinur minn, það fyrir skemmu.

William Lord Watts: Norður yfir Vatnajökul. Þýðing Jón Eyþórsson. 1876, 1962, 2016

Svo margar voru þær bækur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.