Eignamenn allra landa – sameinist!

Formaður þingflokks: Kæru félagar! Við erum komin saman til þess að ræða úrslitin í sveitarstjórnarkosningunum. Umhverfisráðherra kemst ekki í dag, því að hann er að undirbúa gangsetningu á kolaofninum okkar á Bakka.

Mjög margorður þingmaður 1: Ég vil í upphafi taka fram að ég veit í sjálfu sér ekki neitt um þetta mál, vissi reyndar ekki að það hefðu verið kosningar, en …

(Hér laumaði allur þingflokkurinn, að frátöldum ræðumanni og einum öðrum, sér á kaffistofuna í peruköku. Komu aftur klukkutíma síðar).

Mjög margorður þingmaður 2: … og áskil mér fullan rétt til þess að taka til máls síðar.

Forsætisráðherra: Ég vek athygli á því að í Reykjavík er kominn fram öfgafullur kommúnistaflokkur, sem talar um vanda fátæks fólks og þeirra sem standa höllum fæti.

Fundarmenn ranghvolfa í sér augunum.

Þingmaður utan af landi: Áttu við þennan sértrúarhóp sem hefur valið Malcolm tíunda sem leiðtoga sinn?

Forsætisráðherra: Úrslitin í Reykjavík sýna glöggt að það var alrangt að allir kjósendur myndu yfirgefa okkur eftir að við fórum í þetta ágæta og ábyrga stjórnarsamstarf. Við höldum næstum einum af hverjum fimm sem kusu okkur síðasta haust. Það sýnir hvað okkar fólk er ánægt.

Formaður þingflokks: Ég gleymdi því að heilbrigðisráðherra komst ekki á fundinn, en bað mig að skila því að í þessari viku tókst henni að koma í veg fyrir að afar fær taugalæknir flytti heim til þess að opna einkastofu.

Fögnuður í salnum. Vel gert, kalla margir samtímis, og sumir slá saman flötum lófum.

Forsætisráðherra: En nú að kosningum loknum er ábyrgt að minnka niðurgreiðslur skulda um þrjá milljarða. Vill einhver hefja samtalið?

Formaður þingflokks: Kannski ættum við að hækka barna- og vaxtabætur eða bæta kjör öryrkja?

Dauðaþögn.

Formaður þingflokks: Grín!

Hlátrasköll.

Formaður atvinnuveganefndar: Athygli mín hefur verið vakin á því að útgerðin berst í bökkum, hefur ekki getað borgað nema 66 milljarða í arð undanfarin ár og ekki fjárfest nema fyrir 54 milljarða. (Klökknar). Ég skil ekkert hvað þessar tölur þýða, en það er ljóst að það hafa farið meira en hundrað milljarðar út úr fyrirtækjunum sem við verðum að bæta útgerðunum.

Það blikar á tár á mörgum brám.

Margir: Hneyksli! Bætum kjör útgerðarmanna! Hugsum um hag hinna hæstlaunuðu!

Formaður þingflokks: Það er sem sagt samþykkt að færa útgerðinni þessa þrjá milljarða?

Einróma stutt.

Forsætisráðherra: Ég minni svo á kampavínsveisluna með félögunum í kvöld.

Rödd úr salnum: Valhöll eða ráðherrabústaðurinn?

Birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2018

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.