Vín eða kók?

Á ferðum okkar um Ísrael fengum við ágætis vín með mat. Ég verð að játa að ég er ekki sérstakur konnessör, en rauðvínin komu mér þægilega á óvart. Aldrei hafði ég heyrt um vín frá Ísrael nema þetta í brúðkaupinu í Kana, en þá hafði vatni verið breytt í vín sem voru eins konar töfrabrögð.

Fyrsta kvöldið í Jerúsalem röltum út á veitingastað og fengum okkur eitthvað einfalt. Vínið með matnum hét Gamla, Cabarnet Sauvignon, afbragðs rauðvín frá Gólan hæðum. Oft hef ég tekið myndir af vínflöskum til þess að muna þær seinna, en af einhverjum ástæðum vildi Vigdís alls ekki leyfa mér að taka mynd af sér með Gamla flöskuna fyrir framan sig.

Seinna fengum við aftur ágætis Cabarnet Sauvignon frá sama framleiðanda, en í þetta sinn hét það Golan. Fínt vín líka. Ef þessi vín fengjust í ríkinu (sem gæti gerst innan tíðar) væri óhætt að mæla með þeim. Reyndar líka Yarden, sem okkur bauðst við Rauðahafið.

Nokkrum dögum seinna fórum við aftur á sama veitingastaðinn og þegar kom að því að panta vínið gekk ég ákveðinn til leiks.

Konan sem var yfirþjónn var með stúlku með sér, sem greinilega var í þjálfun. Hún spurði:

Þjónn: „Hvað má bjóða ykkur að drekka?“

B: „Rauðvín, takk.“

Siðast höfðum við fengið Golan vínið fína án þess að þurfa að biðja um það.

Þ :„Einmitt.“

Og spurðu einskis meira þannig að ég bætti við til öryggis:

B: „Gólan.“

Þær horfðu lengi á mig og sögðu svo:

Þ: „Ég hélt þú vildir rauðvín.“

„Já, Gólan“, svaraði ég.

Örstutt augnatillit milli yfirþjónsins og nemans um hvort þessi viðskiptavinur væri eitthvað bilaður.

Þ: „Viltu Kóla en ekki rauðvín?“

B „Nei, Gólan rauðvín.“

Íhugul þögn og spurði svo varfærnislega:

Þ „Kóla og rauðvín?“

B „Nei, Gólan rauðvín, eins og í Gólan hæðum.“

Þ: „Þú meinar GólAn.“

Svipurinn á nemanum bar merki vorkunnar um hversu vitlaus þessi útlendingur væri.

Þetta fína vín kom og ég kann eitt orð í hebresku.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.