Í dag var haldið málþing í tilefni af því að 100 ár voru frá fæðingu pabba í sumar. Jóhannes Zoega var hitaveitustjóri í aldarfjórðung og hafði manna mest áhrif á giftusamlega þróun hennar, Reykvíkingum og Íslendingum öllum til heilla. Sparnaður Íslendinga af því að hita með heita vatninu nemur um 70-80 milljörðum króna á ári auk þess sem mengun er hverfandi og lífsgæði mikil.
Stefán Pálsson sagði að pabbi hefði verið íhaldsmaður og það hefði hann kannski sagt um sjálfan sig, en hann var þvert á móti framfarasinnaður og framsækinn maður sem óttaðist ekki nýjungar og breytingar.
Einkunnarorð Orkuvetunnar eru hagsýni, framsýni og heiðarleiki og þau hefðu hæft vel sem einunnarorð pabba.
Myndin er líklega tekin árið 1941 um það leyti sem hann var að ljúka námi sínu í verkfræði í Þýskalandi, en þar var hann innlyksa til ársins 1945. Það er ágætt. Annars væri ég líklega fjórum árum eldri.