Flottur dagur í dag. Við byrjuðum á fræðslusviði Akureyrarbæjar og þar hittum við m.a. Soffíu Vagnsdóttur, en hún kenndi tónlist við Háteigsskóla í gamla daga. Það er ekki vika síðan ég sat með tveimur nemendum hennar austur á Seyðisfirði (Jóhannes Benediktsson og Benna Hemm Hemm) og þeir töluðu einmitt mjög vel um gamla, góða tónlistarkennarann sinn!
Í lok dags var svo afhjúpaður minnisvarði um vestur-íslenska skáldið Káinn hér á Akureyri. Hann orti:
Mín eru ljóð ei merkileg,
mínir kæru vinir!
En oft og tíðum yrki ég
öðruvísi en hinir.