Oft og tíðum yrki ég öðruvísi en hinir

Flottur dagur í dag. Við byrjuðum á fræðslusviði Akureyrarbæjar og þar hittum við m.a. Soffíu Vagnsdóttur, en hún kenndi tónlist við Háteigsskóla í gamla daga. Það er ekki vika síðan ég sat með tveimur nemendum hennar austur á Seyðisfirði (Jóhannes Benediktsson og Benna Hemm Hemm) og þeir töluðu einmitt mjög vel um gamla, góða tónlistarkennarann sinn!

Í lok dags var svo afhjúpaður minnisvarði um vestur-íslenska skáldið Káinn hér á Akureyri. Hann orti:

Mín eru ljóð ei merkileg,
mínir kæru vinir!
En oft og tíðum yrki ég
öðruvísi en hinir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.