Það er stundum svolítið erfitt að vera í flokki þar sem eru nákvæmninördar, sem vilja helst ekki láta neitt frá sér án þess að það sé pottþétt.
Í morgun vorum við að ganga frá tillögunum þar sem við sýndum öllum á spilin hjá Viðreisn. Allt í einu kom í ljós að það vantaði hálfan milljarð upp á að dæmið gengi upp og við vorum að hugsa um að fresta fundinum þangað til við fundum hann.
Þá er nú léttara að vera í flokki þar sem menn spandera 100 milljörðum (eða 334 milljörðum) eins og að drekka vatn, gefa þjóðinni banka sem hún kaupir sjálf eða eyða sömu krónunni aftur og aftur.
Á myndinni eru auk mín Hanna Katrín Friðriksson, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson.