Það var líflegt hjá okkur á Húsavík í gær. Við Hildur Betty Kristjánsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Rut Jónsdóttir og Jóhannes Benediktsson komum víða við, til dæmis í Framhaldsskólanum, á hjúkrunarheimilinu, hjá Grími vélaverkstæði, í Trésmiðjunni Rein, á skrifstofu VÍS og við höfnina og er þá fátt eitt talið.
Á hjúkrunarheimilinu hitti ég margt skemmtilegt fólk, til dæmis Hollu frá Raufarhöfn, en hún er 96 ára og leikur við hvern sinn fingur og svindlar aldrei í kapal og Ástu Björnsdóttur, frænku mína úr Öxarfirði, en við spjölluðum lengi saman.
Daginn enduðum við Jóhannes svo á Víkingavatni í Kelduhverfi hjá Benedikt frænda mínum og lækni Sveinssyni og Ragnhildi, konu hans. Það var skemmtileg stund og við fórum yfir gamla daga í sveitinni.