Annar flottur dagur hér fyrir austan þó að veðrið væri ekki jafngott og í gær. Byrjaði með Svenna frænda (Sveinn Halldór Oddsson Zoëga) á sjúkrahúsinu á Norðfirði, fór svo í Verkmenntaskólann og Síldarvinnsluna, fór í nokkur skemmtileg fyrirtæki á Eskifirði, meðal annars Tandraberg og netagerðinni Aegersund.
Endaði þar á Hulduhlíð – hjúkrunarheimili aldraðra á Eskifirði og hitti þar marga skemmtilega, meðal annars gamlan komma frá Norðfirði sem talaði vel bæði um Reyni frænda og afa og ömmu. Svo endaði ég í Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði og fræddist um samfélagsverkefni þeirra og margt fleira í sambandi við reksturinn. Þar hitti ég Reyni Zoega frænda yngri á leiðinni út.
Er nú á Egilsstöðum, en hér verður sameiginlegur fundur í Valaskjálf klukkan átta. Fín könnun sýnir að fylgið er á réttri leið.