Oft og tíðum yrki ég öðruvísi en hinir

Flottur dagur í dag. Við byrjuðum á fræðslusviði Akureyrarbæjar og þar hittum við m.a. Soffíu Vagnsdóttur, en hún kenndi tónlist við Háteigsskóla í gamla daga. Það er ekki vika síðan ég sat með tveimur nemendum hennar austur á Seyðisfirði (Jóhannes Benediktsson og Benna Hemm Hemm) og þeir töluðu einmitt mjög vel um gamla, góða tónlistarkennarann sinn!

Í lok dags var svo afhjúpaður minnisvarði um vestur-íslenska skáldið Káinn hér á Akureyri. Hann orti:

Mín eru ljóð ei merkileg,
mínir kæru vinir!
En oft og tíðum yrki ég
öðruvísi en hinir.

Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.