Gengið á Barðsnes

Ég fór austur á Norðfjörð um helgina og gerði margt skemmtilegt, hitti frændfólk og vini, fór á opnun flugvallar, komst á brennu og fór i safnahúsið, svo fátt eitt sé nefnt.

Göngufélagi minn á Barðsneshorni var Sigurður Ólafsson. Til þess að komast út á Barðsnes þarf maður að komast yfir Norðfjarðarflóann og það var Sigurður Kári Jónsson. sem ferjaði okkur yfir. Það er skemmtilegt að ganga út á nesið.

Við komumst í land í einhverju skeri sem Siggi sigldi að og hélt bátnum þar. Reyndar gekk þetta vel og við komumst auðveldlega upp á skerið.

Þetta var skammt sunnan við bæinn á Barðsnesi. Við gengum þar um hlaðið, en enginn var heima. Héldum áfram slóða framhjá gömlum bæjarrústum, sem Guðný frænka Zoega hefur staðfest að eru frá landnámsöld.

Þá var ferðinni heitið upp í svonefnt Skollaskarð sem heitir svo vegna þess að hægt er að sjá ref með eyru út úr klettamynd (en mér fannst það ekki greinilegt). Ég var heldur kraftlítill eftir brauðsneiðina sem ég fékk ekki, en hafði keypt nesti í N1 á Egilsstöðum og át af áfergju steikarsamloku sem jók mér fljótlega afl og eftir þetta var ég nokkuð hress.

Við gengum svo út á Barðsneshorn, sem var um þriggja tíma gangur allt í allt. Víða eru snarbrattir klettar austan megin á nesinu, en klettasýnin er falleg. Veðrið var með eindæmum blítt og batnaði eftir því sem við komumst utar.

Ég komst framan við Rauðubjörgin, en Jón Karlsson athafnamaður, Reynir frændi minn og Jón Guðmundsson nefndu verksmiðjuna sem þeir ætluðu að reka Rauðubjörg til þess að stríða kommunum. Það fór nú ekki vel, síldin hvarf og kommarnir eignuðust hana að lokum. Rauðubjörgin eru falleg líparítbjörg og þar virðist alltaf vera sólskin. Innar í víkinni er sérkennileg stuðlabergsmyndun, með sveigju á stuðlunum.

Siggi Kári hafði öðrum hnöppum að hneppa en að sækja okkur, var í listflugi með Kára Kárasyni í Hellisfirði, og fékk einhvern mann sem var að veiðum skammt frá okkur til þess að skutla okkur til baka.

Við stukkum um borð í bátinn sem var veigameiri en gúmmíbáturinn af kletti skammt frá Barðsnesbænum. Þessi var ekki nema 10 mínútur í land.

Daginn eftir hitti ég frændur mín, Jóhann Zoega og Kári Kárason á flugvellinum, en Kári sýndi listir sínar á gamalli sovéskri listflugvél og margt kommahjartað sló hraðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.