SDG: Velkomin aftur, hingað er kominn Gísli Marteinn Baldursson Heimdellingur. Vertu velkominn.
GMB: Takk.
SDG: Þú gerir þér grein fyrir reglunum Gísli. Þú mátt bara spyrja kurteislegra spurninga af listanum sem ég sendi þér áður en ég kom í viðtalið. Svo áttu að kinka brosandi kolli þegar ég tala. Ég mun aldrei segja já, nei, hvítt eða svart, ójá eða ónei, sei, sei já eða sei, sei nei.
GMB Byrjum á máli sem er búið að vera í fréttum bara í gær og í fyrradag, sem er með Seðlabankann. Hvað ætlarðu að gera við stöðurnar sem verða lausar í Seðlabankanum í vor?
SDG: Þegar ég var sjónvarpsmaður vorum við alltaf kurteis við forsætisráðherrann. [Dreyminn á svip] Og hvílíkur maður sem var forsætisráðherra þá … og pönnukökurnar sem ég fæ með morgunkaffinu hjá þeim … [Er kominn til baka]. Við náðum reyndar aldrei viðtali við hann, en mér finnst hann besti forsætisráðherra áður en ég tók við.
GMB: En seðlabankinn …
SDG Á ég ekkert að komast að hérna? Ja, það hefur nú legið fyrir nokkuð lengi að það stæði til að breyta lögum um þennan andskotans seðlabanka. Þetta birtist í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, nýjasta uppfærslan á henni er held ég frá miðjum janúar. Svoleiðis að já, lögum um seðlabanka verður breytt og sú vinna er í gangi núna í fjármálaráðuneytinu …
GMB: Þú sagðir já.
SDG Hvenær sagði ég það?
GMB: Þú sagðir það núna í svarinu áðan.
SDG Er þér alvara?
GMB: Þú sagðir þetta.
SDG Ert þú að segja það?
GMB Ég skal bara segja það.
SDG Þetta er þín skoðun?
GMB Ja þú ert að segja að …
SDG Nei.
GMB …Og þá segir þú, fyrst þau gera það þá ætla ég að gera það líka.
SDG Nei, ég er að segja að rökin þín halda ekki -.
GMB Jú jú, rökin mín halda þá alveg.
SDG Hvað ertu að meina?
GMB Ég skil alveg nákvæmlega hvað þú ert að segja með þessu, en mér finnst þú vera að nýta það að þú ert að segja: Já ókei, ef þeir gera þetta þá geri ég þetta líka, þú ert að segja það?
SDG Nei.
GMB En förum í annað. Jú, þú ert að því.
SDG Nei, nei.
GMB Jú jú víst.
SDG Nei.
GMB En ég ætla að fara í næstu spurningu.
SDG Heyrðu þú segir mér ekkert…
GMB Eitt af því…
SDG Bíddu rólegur Gísli Marteinn.
GMB Nei nei, það er ég…
SDG Þú útskýrir ekki fyrir mér hvað ég er að meina.
GMB Það er ég sem stýri viðtalinu.
SDG Nei. En þú útskýrir hins vegar ekki fyrir mér hvað ég er að meina.
GMB Ég stýri þessu viðtali.
SDG Nei.
GMB Jú jú víst. Ég ætla bara að halda áfram með þetta.
SDG Þú samt útskýrir samt ekki hvaða skoðanir ég hef.
GMB Nei nei.
SDG Ég tók eftir því, ég hef tekið eftir þessu í fleiri viðtölum hjá þér…
GMB Útskýrðu þá fyrir mér núna.
SDG Þú leggur fólki orð í munn.
GMB Útskýrðu þá bara fyrir mér hérna núna í þessu viðtali.
SDG Nei ég var ekki að segja það. Nú ertu að skálda upp hvað ég var að segja.
GMB Já?
SDG Sko í fyrsta lagi, þá var ég bara…
GMB Þetta viðtal snýst ekki um mig, Sigmundur Davíð, við skulum bara halda …
SDG Það er nefnilega farið að gera það svolítið mikið…
GMB Nei.
SDG Þú er að segja þínar skoðanir og túlka hvernig þú sérð hlutina.
GMB Ég skil þetta alveg…
SDG Bíddu. Þú getur þá ekki haldið áfram að hjakka í hinu.
GMB Jú jú.
SDG: Heyrðu. Ég gat skipt um útvarpsstjóra, ég ætla að skipta um seðlabankastjóra, heldurðu að það verði eitthvað vandamáli að skipta um þáttastjórnanda. … Og vogaðu þér svo ekki að segja að ég hafi sagt þetta.
GMB Allir sem eru að horfa á þetta viðtal heyra hvað þú sagðir.
SDG Nú?
GMB Já með því að setja…
SDG Ertu að fullyrða það?
GMB Ég ætla að fara í aðra spurningu…
SDG Enn ertu að fullyrða eitthvað…
GMB Ég ætla að fara í aðra spurningu…
SDG Nei nei, enn ertu að fullyrða eitthvað sem er ekki rétt…
GMB Á Viðskiptaþingi hérna um daginn þá hnýttir þú til dæmis í það…
SDG Bíddu rólegur, enn ertu þú að fullyrða…
GMB Nei.
SDG Fullyrða hluti sem eru ekki réttir.
GMB Þá hnýttir þú í…
SDG Þú ert að halda því fram að ég sé að segja eitthvað sem ég hef ekki sagt.
GMB Gott og vel.
SDG Ef að þú vilt bara útskýra hver afstaða mín er í þeim málum er þá getur þú setið bara einn og sagt það í myndavélina. (En þú yrðir ekki eins flottur og ég með mína djúpu rödd).
GMB: Óumbeðið?
SDG Ég sagði bara óumbeðið á meðan þeir hafi ekki gert það sem þeir voru beðnir um og er hluti af hlutverki þeirra, af verksviði. Róaðu þig nú aðeins niður.
GMB Ég er alveg sallarólegur Sigmundur Davíð.
SDG Nei, þú ert með svo miklar skoðanir á því sem þú ert að spyrja um og ert búinn að móta þér svo mikið hvernig að hlutirnir liggja að þér finnst þú fyrst og fremst þurfa koma því að frekar en að fá svör við því sem, við þeim spurningum sem þú hefur á blaði.
GMB Takk fyrir þessa fjölmiðlagagnrýni. Höldum áfram með viðtalið. Þú sagðir í upphafi ræðu þinnar á viðskiptaþingi að þú værir ekki kominn til að segja viðskiptalífinu það sem það vildi heyra. Hvað vill viðskiptalífið heyra sem þú varst ekki til í að segja?
SDG Ég skal bara taka þetta allt frá byrjun.
GMB Nei nei, þú þarft ekkert að endurtaka þetta Sigmundur Davíð, þú hlýtur að geta svarað spurningunum þú sagðir…
SDG Ég var að svara spurningunni…
GMB Ég er ekki kominn…
SDG En þú hefur tilhneigingu til að oftúlka allt sem ég segi.
GBM: Þú segir ekki neitt.
SDG Nei. Vertu ekki svona sár [hlær].
GMB Nei ég bara skil ekki alveg nákvæmlega á hvaða vegferð þú ert hérna, en gott og vel. Þú sagðir…
SDG En bíddu ég skil ekki þessa nálgun þína að vera alltaf að leggja mönnum orð í munn og þú ert nú að búa til skoðun…
GMB En ég er nú aðallega að vísa bara beint í orðin þín í þessari ræðu sko…
SDG Já já. En þú verður að gera það í samhengi og án þess að bæta þínum túlkunum við.
GMB Ég er algjörlega að gera það í samhengi og ekkert að bæta mínum túlkunum við. En ég er hins vegar að spyrja þig spurninga sem ég veit ekki alveg hvort þú ert að svara. Þú sagðir að sumir úr viðskiptalífinu…
SDG Ef þú gæfir mér tækifæri til þess.
GMB: En þú svarar engu og þvælir.
SDG Já, það hafa fleiri gert. Ertu í krossferð eins og prófessorinn í háskólanum?
GMB: Hannes?
SDG: Það er athyglisvert að þér dettur hann í hug. Ýmsir drengur minn, ýmsir. En hann hefur…
GMB Hverjir?
SDG En hann hefur verið framarlega í því.
GMB Hverjir? Er það ekki rétt hjá mér að þú ert að meina hann?
SDG Við getum tekið hann sem dæmi.
GMB Þá þarftu ekki að vera með þessa…
SDG Það er samt óþarfi að vera nefna tiltekna einstaklinga þegar það er verið að ræða hluti almennt…
GMB Ja, þú ert að tala um pólitíska krossfara og svo ertu…
SDG Það er ákveðinn hópur.
GMB Að tala um menn sem skrifa um landbúnaðarmálin…
SDG Það er ákveðinn hópur.
SDG Pólitískir krossfarar…
GMB Pólitískir krossfarar.
SDG Það eru dæmi um það, já. Þú mættir til dæmis hafa meira jafnvægi í þessum þætti með því að fá fólk af landsbyggðinni líka í viðtal stundum.
GMB Já, takk.
SDG Nú ert þú að halda því fram að ég sé með einhverja skoðun, sem þú gefur þér. En allt í lagi við skulum bara hafa viðtalið svona…
GMB Nei, nei.
SDG Ef það einfaldar hlutina fyrir þig.
GMB Ég skal bara lesa, ef þú vilt, ég skal bara lesa nákvæmlega upp fyrir þig hvað þú sagðir. Þú sagðir í hérna…
SDG Taktu þá frá byrjun hvað ég sagði.
GMB: Ég las frá byrjun.
SDG Af hverju lastu ekki alla ræðuna?
GMB Ég las alla setninguna.
SDG Nei.
GMB Ég las alla setninguna.
SDG Ég þekki alla þessa Heimdellingarullu. En við verðum bara…
GMB Takk fyrir komuna.
SDG Þú stóðst þig ágætlega, en þú verður ekki ráðinn fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
GMB Takk.
SDG Nei. [hlær] Þetta er orðið svolítið undarlegt viðtal.